Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
ágú.

13


2012

Almennt
Vitbílar og sólþiljur


Mér finnst gaman að sjá Marsjeppann Curiousity nefndan vitbíl bæði á Vísi og DV. Síðustu 15 árin hef ég að hluta til haft atvinnu af því að þýða greinar í tímaritið Lifandi vísindi og því hefur óhjákvæmilega fylgt nokkur nýyrðasmíð, vaflaust misjafnlega vel heppnuð.



ágú.

07


2012

Almennt
Þurrkar drápu Maya


Nánast alveg á sama tíma og landnámsmenn voru að koma sér fyrir á Íslandi og gátu búið hér við góð lífskjör frá náttúrunnar hendi, hrundi til grunna um 3.000 ára stórveldi Maya í Mið-Ameríku. Ástæðurnar eru ekki fullljósar, en langvarandi þurrkar gengu yfir landið í rétt um heila öld, frá því í kringum 830. Og þegar Íslendingar stofnuðu lýðveldi sitt árið 930, var helsta menningarþjóð Ameríku úr sögunni.



ágú.

06


2012

Almennt
Fyrsta kjarnorkuverið á Mars


Bandaríski Marsjeppinn Curiosity lenti heilu og höldnu í Gale-gígnum snemma í morgun. Þessi merkilegi vitbíll er um 900 kg að þyngd, slagar sem sagt hátt í lítinn fólksbíl, og vegna stærðarinnar er unnt að koma fyrir í honum ótrúlegasta rannsóknarbúnaði. Að fenginni reynslu af Marsbílunum tveimur frá 2004, var ákveðið að notast ekki við sólarorkuna, heldur er nýji Marsjeppinn kjarnorkuknúinn og hefur meðferðis 5 kg af plútóni, sem ættu að duga í 10 ár.




Skráðar færslur: 3 - Síða: 1 af 1








X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er