Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
jún.

30


2009

Stjórnmál
Innköllun sægreifa


Umfjöllun Helga Seljan í Kastljósi gærkvöldsins varpaði enn nýju ljósi á óseðjandi græðgi auðmanna. Möskvastærð kvótakerfisins sjálfs er svo rífleg að þetta kerfi heldur ekki nokkrum sköpuðum hlut. Úthafsrækja er látin óveidd til að gróðafíklarnir geti leigt frá sér enn meiri kvóta. Og það er meiri gróðavegur að selja fiskinn óveiddan en að veiða hann sjálfur. Er nokkur ástæða til að gefa þessum mönnum 20 ára umþóttunartíma? Er ekki einfaldlega réttast að innkalla allan kvóta strax? Og kannski væri rétt að innkalla sægreifana sjálfa án tafar ? til afplánununar.



jún.

27


2009

Stjórnmál
Gjá milli þings og þjóðar


Það er talið vafasamt að meirihluti Alþingis muni samþykkja IceSave-samninginn. Á hinu leikur held ég ekki minnsti vafi að í þjóðaratkvæðagreiðslu yrði hann kolfelldur. Þetta merkir sem sé að verði samningurinn samþykktur á Alþingi hefur myndast gjá milli þings og þjóðar. Skyldum við geta treyst forseta lýðveldisins til að bregðast eins við og þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin?



jún.

26


2009

Almennt
Lífvörður hans hátignar


Í dag eru víst 200 ár frá því að Íslendingar gerðust sjálfstæð þjóð með eigin konung. Þann 26 júní 1809 negldi Jørgen Jørgensen upp tilkynningu um sjálfstæði Íslands eftir að hafa sett Trampe greifa og stiftamtmann bak við lás og slá. Nýi konungurinn þurfti auðvitað að hafa um sig lífvörð og þurfti ekki að leita lengi. Hann opnaði einfaldlega tugthúsið, núverandi stjórnarráðsbyggingu, og hleypti föngunum út.



jún.

22


2009

Stjórnmál
Stjórnmálaskoðun eða trú?


Einstaka sinnum kemur fyrir að fólk sér ástæðu til að skrá athugasemdir við þessa bloggpistla mína. Mér þykir auðvitað bara vænt um það og ekki síst að yfirleitt er þetta gert undir fullu nafni. Ég varð svolítið hugsi yfir athugasemd Margrétar við bloggfærslu mína í gærkvöldi og kýs að svara henni með nýjum pistli fremur en viðbótarathugasemd.




Skráðar færslur: 15 - Síða: 1 af 4








X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er