Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði

Sama hvaðan gott kemur

Á þessum erfiðu tímum er áríðandi að stjórn og stjórnarandstaða standi saman. Fullkomin samstaða er auðvitað aldrei möguleg, enda grundvallarmunur á sjónarmiðum í mörgum málum. En í mörgum málum ætti líka að geta náðst ágæt sátt. Til þess þarf ekki annað en almenna viðhorfsbreytingu frá hinum hefðbundna skotgrafahernaði á Alþingi.

Ríkisstjórninni má standa á sama hvaðan gott kemur og raunar eru ýmis teikn á lofti um að andrúmsloftið í þinginu sé að breytast. Nefna má að tillögur Sjálfstæðisflokksins um aðgerðir í efnahagsmálum voru strax teknar á dagskrá en slíkt hefði verið óhugsandi fyrir hrun.

Í tillögum Sjálfstæðismanna eru tvö atriði sem vekja athygli og gætu sennilega haft mikil áhrif til góðs. Hér á ég annars við tillöguna um að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur og hins vegar þá hugmynd að hver sem vill geti einfaldlega tilkynnt lánastofnun að hann hyggist lækka lánagreiðslur sínar um allt að 50% næstu þrjú árin.

Mér skilst að skattur af lífeyrissjóðsgreiðslum gæti skilað 40 milljörðum á ári. Sú upphæð er tæpur fjórðungur af fjárlagagatinu sem loka þarf á næstu þremur árum, þannig að þetta er óneitanlega freistandi hugmynd.

Allt að 50% lækkun greiðslubyrði myndi augljóslega geta beinlínis bjargað mörgum fjölskyldum. Að vísu bara næstu þrjú árin. En hér verður að horfast í augu við þá staðreynd að fyrst þarf að leysa bráðavanda. Koma tímar koma ráð, segir máltækið og það er einfaldlega ekki hægt að gera allt í einu. Hér vaknar þó auðvitað sú spurning hvort lánastofnanir ráði við svo mikinn samdrátt í afborgunum lána, en það hljóta allir sérfræðingarnir okkar að geta reiknað út.

Ég get ekki stillt mig um að nefna hér líka þriðju hugmyndina, nefnilega þá bókun í fundargerð þinghóps Borgarahreyfingarinnar að hækka fjármagnstekjuskatt tímabundið í 90%. Ekkert hefur heyrst um þessa hugmynd á þingi, því miður að minni hyggju.

Auðvitað er talan 90% nokkuð glannaleg, en að innheimta stóran hluta fjármagnstekna myndi skila miklum peningum og tilhugsunin því óneitanlega freistandi.

Það sem mér finnst þó merkilegast við þessa hugmynd er að hún gerir kleift að seilast ofan í vasa fjármagnseigenda. Undan því hefur einmitt mikið verið kvartað að verðtryggingin leggist af fullum þunga á skuldara en fjármagnseigendur hafi allt sitt á þurru. Borgarahreyfingin hefur einmitt krafist þess að skuldir verði færðar aftur í það horf sem þær voru í ársbyrjun 2008. Gallinn við þá hugmynd og aðrar niðurfærsluhugmyndir er sá einhvers staðar þarf að taka þessa peninga, alls líklega um 300 milljarða króna.

Kannski mætti ná þessum peningum einmitt af fjármagnseigendum með stórhækkuðum fjármagnstekjuskatti.












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er