Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði

Áhugamaður slær DV út

Fyrir skemmstu skrifaði ég pistil um valsíðu DV, þar sem að sögn er hægt að velja frambjóðendur eftir skoðunum. Niðurstaða mín varð sú að þetta „próf“ DV væri einfaldlega marklaust. Þessi niðurstaða var ekki skot út í loftið, heldur fékkst hún eftir talsverðar villuprófanir.

Hitt er þó merkilegra að „maður úti bæ“ skuli beinlínis hafa slegið DV í gólfið í þessu efni. Einum stökum áhugamanni tókst á örskömmum tíma að setja upp síðu sem skilar margfalt sanngjarnari árangri en DV.

Þessi síða kallast almennt „Sigtið“ en heitir sem sagt: http://77.37.13.117/sigti.html
Hún hefur að vísu þann galla að sækja spurningar til DV. En hér er hægt að sjá stig af stigi hvaða frambjóðendur eru næst því að vera manni sammála. Þú getur hvort heldur þú vilt svarað einni spurningu, tveimur, þremur eða öllum. Og þú getur gefið þeim vægi á bilinu 1-10.

Gallinn er sá að útkoman er ekki áreiðanleg. En það stafar af beintengingunni við valsíðu DV. Hefðu DV-menn fylgt þessum manni eftir – eða helst af öllu fengið hann til liðs við sig í upphafi, hefði þeim trúlega tekist hið ótrúlega: Að skapa marktæka valsíðu.

Valsíða DV hefur vissulega tekið dálitlum framförum frá því að ég skrifaði síðast pistil um hana, en þær framfarir eru því miður of litlar og koma of seint.

Sigtið hefur hins vegar tekið miklum framförum. Þökk sé launalausum „áhugamanni úti í bæ“. Vegna tengingarinnar við DV er sigtið ekki fullkomið. En það er það langskásta sem við höfum.

Þess vegna mæli ég með http://77.37.13.117/sigti.html en þó því aðeins að þú notir jafnframt heilbrigða skynsemi.





20.11.10 03:55
Sæll Jón. Ég fann það út að þessi IP tala er frá þýzkalndi og er úr einkatölvu. Þar sem ég er mjög tortrygginn þegar netið er annars vegar þá vek ég athygli á að menn ættu að hafa varann á. Eini frambjóðandinn sem býr líka í Þýskalndi er Hjörvar Pétursson. Hvort hann er á bak við þessa síðu veit ég ekki en hver sem það er getur safnað miklum upplýsingum um áherslur kjósenda
20.11.10 05:08
þar sem ég mæli öfgarnar á báða bóga í þessu líkani tel é marklaust að óttast eins og Jóhannes
20.11.10 08:02
Takk fyrir þetta Jón.

Jóhannes, það er ekkert leyndarmál að tölvan er í Þýskalandi en hún er reyndar ekki einkatölva heldur "virtual server" hjá vefhýslinum Star-Hosting.de. Ég hef haft þennan server í 2 ár og borga 2 evrur á mánuði fyrir. Ég leitaði einfaldlega að ódýrasta "virtual server" hýslinum í heiminum. Eins og þú veist nær internetið yfir allan heiminn og engin ástæða til að hýsa íslenskar vefsíður á íslandi ef aðrir bjóða betur.

Hjörvar Pétursson á ég enn eftir að kynna mér:-)

Eins og kemur fram á vefsíðunni þá loggar síðan IP tölu gesta, tíma, og tegund vafra. Þetta eru standard stillingar fyrir Apache serverinn sem ég nota.

Athugaðu að síðan er algjörlega skrifuð í JavaScript og HTML. Það sem notendur slá inn fer aldrei lengra. Spurningarnar og öll gögnin um frambjóðendur og svör þeirra eru eru á JavaScript formi og eru sótt af notandanum, eða vafranum öllu heldur, um leið og síðan sjálf. Eftir það er engin tenging meir við serverin nema að myndir eru sóttar eftir þörfum. Það er einfaldlega of tímafrekt að hlaða upp öllum myndunum af frambjóðendum áður en síðan er birt.

Vona að þetta slái á áhyggjurnar:-)
20.11.10 22:51
Frábært framtak hjá Thor.
20.11.10 23:25
Takk fyrir þessar athugasemdir.

Jóhannes: Ég get fullvissað þig um að áhyggjur þínar eru óþarfar. Áður en ég skrifaði þennan pistil, gerði ég þá sjálfsögðu varúðarráðstöfun að setja mig í samband við Thor Kummer og fá staðfest hver hann væri. Ég fletti honum líka upp í þjóðskrá til frekari fullvissu. Sem gamall blaðamaður kann ég betur við að hafa heimildir á hreinu.

Thor Kummer gerir sjálfur ljómandi góða grein fyrir málinu í athugasemd sinni hér að ofan. En ég get þó bætt því við að ef aðeins væri um venjulega einkatölvu að ræða, þyldi hún ekki álagið og síðan lægi meira og minna niðri.

Ég vil að endingu ítreka þakklæti mitt til Thors fyrir þetta gríðargóða framtak og bendi enn og aftur á að "Sigtið" er miklu auðveldara í notkun en Reiknivél DV og t.d. auðvelt að nota þessa síðu til að einangra tiltölulega fáa frambjóðendur sem eru manni sammála í því sem hver og einn kann að telja mestu skipta.
22.11.10 00:41
Ja það vildi ég að ég hefði getuna og tímann sem þér ætlið mér, herra Laxdal :)

Mér þykir Sigtið annars að mörgu leyti skemmtileg nálgun og gagnleg við að þrengja hringinn við kosninguna, þótt ekkert geti losað kjósandann algerlega við eigin lágmarks bakgrunnsvinnu.

Að lokum hrós til síðuhöfundar. Ég hef litið á þig annað veifið Jón og verð að játa að mér finnst þú með óvitlausari mönnum í íslenskum bloggheimum. Svo frétti ég að þú værir Hugleikari. Það skýrði ýmislegt.
25.11.10 23:20
Ég þakka hrósið, Hjörvar. Eftir að hafa kíkt á síðuna þína, sýnist mér reyndar að þú sért mér síst vitlausari :)







X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er