Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði

Pólitískar ráðningar

Hvenær er ráðning pólitísk og hvenær ekki? Er nægjanlegt að sá sem ráðinn er, sé í sama flokki og sá sem gengur frá ráðningunni til að ráðningin sé pólitísk? Eru póltískar ráðningar kannski undir einhverjum kringumstæðum réttlætanlegar? 

Það er ástæða til að velta þessum spurningum fyrir sér þegar við stöndum á tímamótum í þessu efni. Pólitískar ráðningar hafa verið regla fremur en undantekning svo lengi sem ég man og þóttu lengi svo sjálfsagðar að engum datt í huga að véfengja þær. Eftir kosningar og myndun ríkisstjórnar eða meirihluta í sveitarstjórn, ?áttu? meirihlutaflokkarnir embætti sem losnuðu og ráðstöfuðu þeim til sinna manna. Þetta var sjálfsagðasti hlutur í heimi.

Skilgreiningar

Þetta viðhorf hefur breyst. Augu almennings hafa opnast fyrir siðleysinu sem þessu fylgir og eftir hrun gera margir kröfu um einskonar allsherjar hundahreinsun. Krafan ein og sér er ekki nóg. Okkur vantar skilgreiningar og okkur vantar reglur.

Reynum að nálgast einfalda skilgreiningu út frá tveimur nýlegum ráðningum: Ráðningu Runólfs Ágústssonar í embætti umboðsmanns skuldara og ráðningu Jóns Ásbjörnssonar í starf framkvæmdastjóra nýrrar Íslandsstofu.

Runólfur er flokksbróðir Árna Páls Árnasonar, ráðherrans sem veitti honum starfið. Eru þetta nægjanleg rök fyrir því að ráðningin hafi verið pólitísk? Á grundvelli ráðningarferlisins segi ég nei. Hæfni umsækjanda var metin af fagfólki á ráðningarstofu. Tveir umsækjendur voru metnir hæfir og í DV má lesa að af 24 mögulegum stigum hafi annar fengið 23 en hinn 21. Á einkunnakvarðanum sem allir þekkja samsvarar þetta 9,6 og 8,8. Ráðherrann veitti stöðuna þeim umsækjanda sem fékk 9,6. Það kalla ég einfaldlega góða stjórnsýslu.

Sjálfstæðisflokkurinn skipar meirihlutann
Íslandsstofa er einhvers konar hálfopinber stofnun, sem nú tekur við verkefnum Útflutningsráðs, Fjárfestingarstofu og erlendu markaðsstarfi Ferðamálastofu. Samkvæmt nýsamþykktum lögum skipar utanríkisráðherra 7 manna stjórn hennar eftir afar sérkennilegum reglum. Meirihlutinn, 4 stjórnarmenn, er sem sé tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins. Til að gera langa sögu stutta, þýðir þetta að Sjálfstæðisflokkurinn getur a.m.k. slegið eignarhaldi sínu á meirihluta í stjórn Íslandsstofu.

Stjórn Íslandsstofu réð framkvæmdastjórann án nokkurrar aðstoðar fagfólks á ráðningarstofu og bar reyndar engin skylda til að láta fram fara nokkurt hæfnismat. Jón Ásbjörnsson hefur vissulega reynslu á þessu sviði og kynni sem best að fengið hæstu einkunn umsækjenda í hæfnismati. Gallinn er bara sá að hæfnismatið fór aldrei fram.

Dugar þetta til að kalla ráðninguna pólitíska. Svarið er nei. En þetta dugar til að vekja grun um að svo sé. Og það er nógu slæmt. Það þarf að vera alveg á hreinu hvaða stöður eru skipaðar á pólitískum forsendum og hverjar ekki. Hér sárvantar reglur.

Pólitískar ráðningar og siðferðið

Víkjum nú að því hvort pólitískar ráðningar geti við einhverjar aðstæður verið réttlætanlegar. Mitt svar er reyndar já. Augljóslega er t.d. eðlilegt að ráðherrar velji aðstoðarmenn sína úr eigin flokki og án auglýsinga. En við ákveðnar aðstæður getur líka verið afsakanlegt að skipta út t.d. lykilstarfsmönnum ráðuneyta á pólitískum forsendum.

Ríkisstjórnarskipti á Íslandi hafa einkum verið tvenns konar. Algengast hefur verið að Sjálfstæðisflokkurinn skipti um samstarfsflokk, en hitt hefur stöku sinnum komið fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sjálfur þurft að víkja. Stjórnarskipti hafa þó aldrei orðið jafn afgerandi og þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Tveir flokkar sem verið höfðu saman í stjórnarandstöðu 1995-2007 tóku saman við stjórninni 2009. (Stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í eitt og hálft ár hefur litla þýðingu í þessu samhengi.)

Nýir ráðherrar, sem taka við lyklum við slíkar aðstæður, reka sig á þá óumflýjanlegu staðreynd að ráðuneytið er hálffullt af fólki sem ráðið hefur verið á pólitískum forsendum og metur flokkshollustuna ofar starfinu. Slíkt starfsfólk hlýðir ekki nýja ráðherranum, heldur þeim gamla. Slíkt starfsfólk getur jafnvel verið tilbúið að leggja á sig ólaunaða yfirvinnu til að tefja afgreiðslu mála, bregða fæti fyrir mál, eða jafnvel stöðva mál sem nýi ráðherrann vill koma fram.

Við slíkar aðstæður getur verið rétt að víkja til hliðar starfsfólki, sem jafnvel hefur starfað ?áratugum saman? og nýta þann möguleika að ráða í staðinn nýtt fólk ?tímabundið?. Nýja starfsfólkið er þá óumdeilanlega ráðið á pólitískum forsendum. Og mér finnst það fyllilega réttlætanlegt.

Tími til að breyta
Við megum hins vegar, vel að merkja, ekki detta aftur í sama farið. Þegar losnar um þessar tímabundnu ráðningar á að auglýsa starfið laust og láta fagfólk meta hæfni umsækjenda. Síðan á að ráða þann karl eða þá konu sem ráðningarstofan gaf hæsta einkunn.

Og um þetta þarf að setja reglur. Eðlilegast er að þær reglur séu í formi laga og kannski reglugerða. Tækifærið er núna. Þegar ? ekki ef ? Sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur til valda, verða allar slíkar tillögur slegnar út af borðinu.

Það er ekki nóg að skylt sé að auglýsa störf. Hæfnismat þarf líka að vera skylda. Og ráðherrum á að vera skylt að fara eftir niðurstöðunni. Hið sama ætti að gilda um stórfyrirtæki í einkaeign. Jafnvel svo strangar reglur myndu kannski ekki ná að koma alveg í veg fyrir pólitískar ráðningar.

En við kæmumst allavega nokkuð áleiðis.












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er