Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
ágú.

27


2009
Stjórnmál
Fær Obama að lifa?
Ted er dáinn. Horfinn líka. Edward Kennedy. Yngsti bróðirinn. Það er nærri hálf öld síðan John Fitzgerald Kennedy flutti inn í Hvíta húsið. Með tvö ung börn, Caroline og John-John. Allan þennan tíma sem síðan er liðinn, hafa afar ráðið þessu húsi, fremur en pabbar eða mömmur - þar til núna.

Sumarið 1960: Ég er nýorðinn 11 ára. Bíð í spenningi eftir póstinum sem kemur vikulega.

Get varla beðið eftir að pabbi leggi blöðin frá sér. Ég verð að komast í Tímann og lesa pistla Þórarins Þórarinssonar um bandarísk stjórnmál. Hvor vinnur? Varaforsetinn Nixon, eða þessi nýi stormsveipur, John F. Kennedy.

Kennedy varð yngsti forseti Bandaríkjanna. Hann var ekki orðinn 44 ára þegar hann flutti inn í Hvíta húsið og átti þriggja ára dóttur og son sem fæddist eftir að hann náði kjöri.

11 ára gamall, sumarið 1960 hélt ég með Kennedy. Ákafur stuðningsmaður Ég fagnaði sigri í nóvember. Síðan er næstum hálf öld. Og síðan hef ég þurft að sætta mig við ósigur á ósigur ofan:

John F. Kennedy var myrtur í Dallas í Texas 22. nóvember 1963. En um svipað leiti komu Bítlarnir. Boðskapur þeirra var mér viss huggun. Og svo rann allt í einu upp þetta merkilega ár, 1968. Það hófst með stúdentauppreisn í París ? eða hófst það kannski með morðinu á Martin Luther King? Í júní kom svo morðið á Robert Kennedy.

8. desember 1980 var John Lennon skotinn. Í kjölfarið kom röðin að Olof Palme, 1986.

En nú er aftur kominn fram á sviðið alvörumaður. Maður sem greinilega er ekki sama um heiminn. Hann heitir Barak Obama. Hann ætlar sér stórt hlutverk ? friðarhlutverk. Hann ætlar sér að breyta heiminum. Ekki ósvipuð hugsjón og sú sem Kennedy-bræðurnir ólu innra með sér. En verður það þolað?

Ætli þeir skjóti hann ekki bara líka?












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd