Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
ágú.
17
2009
Stjórnmál
Stefán Ólafsson og siðferðið
Það er auðvitað alveg rétt hjá Stefáni Ólafssyni prófessor að Icesave-málið er ?siðferðilegt ekki síður en efnahagslegt og lagalegt?. Í grein sinni á Vísi í dag virðist hann reyna að færa rök að því að íslenskur almenningur beri siðferðilega ábyrgð á Icesave-málinu. Ég get ekki tekið undir það. Ég vil gera miklu skýrari greinarmun á ráðamönnum og íslenskum almenningi.
Meginábyrgð á bankahruninu bera auðvitað bankaræningjarnir sjálfir, sem sagt eigendur og stjórnendur. Það voru þeir sem lugu stórfé út úr breskum og hollenskum almenningi. Íslenskur almenningur tók engan þátt.
Talsverða ábyrgð verður að leggja á íslenskar eftirlitsstofnanir, bæði Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann. Að einhverju leyti má afsaka þessar stofnanir með fólksfæð og þar með vangetu til að uppfylla skyldur sínar.
Stjórnmálamenn bera líka ábyrgð. Þeir létu undir höfuð leggjast að efla eftirlitsstofnanir og létu aðvaranir erlendra sérfræðinga sem vind um eyru þjóta, einkum árið 2006 þegar fyrstu alvarlegu athugasemdirnar komu fram.
En það var aldrei hlutverk hins almenna borgara að hafa eftirlit með krosseignatengslum, kúlulánum og áhættufíkn.
Við vitum enn ekki hvort einhverjir af þeim sem báru raunverulega ábyrgð, verða látnir sæta ábyrgð, t.d. með fangelsidómum eða eignaupptöku. Hvernig sem það fer, er ljóst að meginþungi ábyrgðarinnar fellur á íslenskan almenning. Sú ábyrgð er efnahagsleg.
Það má reyndar taka undir ýmislegt í
grein Stefáns
, en ...
Siðferðileg ábyrgð íslensks almennings er engin og það er ekki nokkrum manni sæmandi að gefa slíkt í skyn.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd