Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
ágú.
16
2009
Stjórnmál
Bretar og Hollendingar í klípu
Nú ætla ég að leyfa mér að spá. Í versta falli reynist spáin röng og það verður þá að hafa það. En ég hygg sem sagt að Bretar og Hollendingar muni ekki gera stórar athugasemdir við fyrirvara Alþingis varðandi ríkisábyrgð á Icesave-greiðslunum. Ég byggi þessa skoðun mína á nokkrum atriðum.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að fyrirvararnir séu ekki ?samingsrof? og eigi ekki að þurfa að leiða til nýrra samningaviðræðna.
Steingrímur J. Sigússon tekur í sama streng. Gekk reyndar lengra en Jóhanna og sagði að samband hefði verið haft ?á bak við tjöldin.?
Mig grunar sem sagt að þótt það sé ekki opinbert, hafi Bretar og Hollendingar verið hafðir með í ráðum allan tímann. Ég hygg líka að þeir hafi frá upphafi gert sér grein fyrir því að samningarnir færu aldrei óbreyttir í gegn. Það vissi ríkisstjórnin líka allan tímann. Jóhanna forsætisráðherra orðaði þess staðreynd efnislega þannig að hvert þjóðþing í Evrópu hefði talið sér fullkomlega heimilt að setja fyrirvara af þessu tagi.
Síðast en ekki síst: Bretar og Hollendingar eru nú komnir í óþægilega stöðu. Þeir geta ekki lengur haldið því fram að Íslendingar neiti að borga. Með fyrirvörunum er Alþingi einfaldlega að segja: Íslendingar eru reiðubúnir að leggja mikið á sig til að borga, en grundvöllurinn hlýtur að vera sá að við getum borgað.
Fámenni þjóðarinnar er okkur líka viss styrkur. Mikil harka í þessu innheimtumáli, getur auðveldlega vakið samúð með smáþjóðinni. Fjölmiðlar í Bretlandi og Hollandi munu fjalla um málið og leita eftir skoðunum íslenskra ráðamanna.
Í Stoke on Trent, þar sem Íslendingar áttu einu sinni fótboltalið, eru tæplega 460 þúsund íbúar, sem sagt um 50% fleiri en öll íslenska þjóðin. Ímyndum okkur eitt augnablik að íslensku bankarnir þrír hefðu verið þar til heimilis. Skyldi breskum almenningi þykja eðlilegt að leggja ámóta byrðar á íbúa í Stoke og bresk stjórnvöld vilja leggja á Íslendinga.
Þannig mætti setja málið í samhengi, sem breskur og hollenskur almenningur ætti að geta skilið
Til baka
Efst á síðu
1
Skrá athugasemd
1
ágú.
17
00:05
2009
Tryggvi
tær snilld !!!
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd