Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
júl.

18


2009
Stjórnmál
Penninn er máttugri en sverðið
Svo segir nokkuð gamalt orðatiltæki, reyndar sennilega komið úr ensku; ?The pen is mightier than the sword.? Og það hefur sannast svo um munar á Íslandi á síðustu árum.

Það kemur æ betur í ljós að íslensku útrásarvíkingarnir stóðu vel undir víkingaheitinu. Hinir fornu víkingar, sem við Íslendingar erum svo stolt af að eiga að forfeðrum, voru í rauninni ótíndir ræningjar, nauðgarar og morðingjar. Þeir beittu spjótum, öxum og sverðum og höfðu víða talsvert upp úr krafsinu, ekki síst á Bretlandseyjum.

Íslensku nútímavíkingarnir notuðu pennann sem sitt aðalvopn. Björgólfunum dugði að pára nafnið sitt á blað til að fá afhentan Landsbankann, sem þeir notuðu svo sem eins konar víkingaskip í hernaði sínum á Bretlandseyjum. Þar gengu þeir á land með penna að vopni og höfðu upp úr krafsinu miklu meiri ránsfeng en hinir fornu víkingar hefðu getað borið.

Og Bröðrene Wennerson fóru inn í Sjóvá með penna að vopni og tæmdu þar á undraskömmum tíma allar fjárhirslur. Óneitanlega hefði verið gaman að fylgjast með fréttum af ráninu, hefðu þeir bræðurnir birst í aðaldyrum Sjóvár með brugðið sverð í hendi.












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd