Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
júl.

17


2009
Stjórnmál
Sannfæringin og flokksaginn
Samviskukvalir þingmanna, flokksagi og ?nauðgun? lýðræðsins hafa undanfarið verið ein helstu viðfangsefnin í fjölmiðlum og á ýmsum bloggsíðum. Að venju ganga klögumálin á víxl og að venju virðast stjórnmálaleiðtogar hafa sína eigin hentiskoðun á málinu hverju sinni.

Margir þingmenn VG mega þola ámæli fyrir að greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni og sama gildir um 3 af 4 þingmönnum Borgarahreyfingarinnar. Aftur á móti þykir staða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur hafa veikst af því að hún laut ekki flokksaga í sömu atkvæðagreiðslu ? sem sé um ESB-umsóknina.

Ég held að mörgum hætti til að túlka ákvæði stjórnarskrárinnar, þess efnis að Alþingismenn séu aðeins bundnir af eigin sannfæringu, heldur þröngt. Sú túlkun sem almennt birtist virðist sú að hver þingmaður eigi taka alveg sjálfstæða afstöðu í hverju máli og greiða svo atkvæði samkvæmt þeirri afstöðu. Út af fyrir sig ágætt sjónarmið ? en tvær athugasemdir:

1. Hvort átti Þorgerður Katrín að fylgja eigin sannfæringu eða lúta flokksaga?
2. Hefur þingmaður ?eigið frelsi? til að túlka ?eigin sannfæringu??

Setjum okkur í spor Alþingismanns sem vill fylgja fram fjórum meginmálum og segjum að hann sé þingmaður Norðausturkjördæmis:

* Varanlegt slitlag á aðalvegi á norðausturhorninu.
* Göng gegnum Hellisheiði eystri.
* Gagnaver á Bakka við Húsavík.
* Háhraðatengingu inn á hvert heimili í landinu öllu.

Setjum svo til viðbótar að þessi þingmaður geti ráðið úrslitum um stjórnarmyndun. Annars vegar býðst honum að styðja ríkistjórn sem setur á stefnuskrá sína allt nema gagnaver á Bakka, hins vegar stjórn sem styður gagnaver á Bakka en ekkert af hinu.

Augljóslega þarf þessi þingmaður að gera upp hug sinn og velja annað hvort. Hann fær ekki öllu framgengt. Hann verður sem sé að forgangsraða áhugamálum sínum. En hvorn kostinn sem hann velur, verður að greiða atkvæði ?gegn eigin sannfæringu? þegar hin hugðarefnin koma fram á þinginu.

Að mínu viti er þessi þingmaður ekki að greiða atkvæði gegn eigin sannfæringu. Sannfæring hans er nefnilega sú að hann hafi raðað stefnumálum sínum í rétta forgangsröð. Ég hygg að flestir þingmenn (með einhverja reynslu á bakinu) muni taka undir þetta. Og ég held að það hafi verið nákvæmlega þetta sem Dagný Jónsdóttir átti við þegar hún var staðin að því að greiða atkvæði gegn gömlu hjartans máli sínu og svaraði því að hún væri að ?spila í liði?. Að því var auðvitað gert óspart grín.

Og víkjum nú aftur að málefnum líðandi stundar. Áður en við álösum þeim þingmönnum VG sem greiddu atkvæði ?gegn eigin sannfæringu? með ESB-tillögunni, er rétt að hafa í huga að þessi ríkisstjórn hefði aldrei verið mynduð, án þess að Steingrímur J. Sigfússon væri búinn að kanna það í þingflokknum hvernig atkvæði myndu falla. Hann sjálfur og nægilegar margir aðrir hafa augljóslega forgangsraðað þannig, að við núverandi aðstæður skipti meira máli að koma á fót vinstri stjórn sem deildi byrðunum sanngjarnlega á landsmenn, en að koma í veg fyrir umsókn að ESB.

Þar með var Steingrímur og aðrir VG-þingmenn ekki lengur að greiða atkvæði ?gegn eigin samvisku? heldur ?með eigin samvisku?. Þeir þingmenn sem voru á móti hafa greinilega tekið aðra afstöðu í upphafi ? nefnilega að andstaðan gegn ESB væri mikilvægari en vinstri stjórn sem skipti byrðunum af sanngirni.

Afstaða þriggja þingmanna Borgarahreyfingarinnar er efni í langan pistil. Ég ætla að hlaupa yfir þann pistil í bili.

Stjórnarandstöðuþingmenn þurfa yfirleitt ekki að lúta jafn ströngum flokksaga og stjórnarþingmenn. En það vakti athygli mína að þótt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gengi reyndar ekki lengra frá flokkslínunni en að sitja hjá, varð strax uppi fótur og fit.

Hingað til hafa flestir kremlólógíufræðingar túlkað þetta henni í óhag, en mér kæmi ekki á óvart þótt þar komi að þetta verði tekið til marks um að Bjarni Benediktsson hafi ekki fulla stjórn á flokknum ? og Þorgerður Katrín sé jafnvel að hefja uppreisn.












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd