Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
jún.

27


2009
Stjórnmál
Gjá milli þings og þjóðar
Það er talið vafasamt að meirihluti Alþingis muni samþykkja IceSave-samninginn. Á hinu leikur held ég ekki minnsti vafi að í þjóðaratkvæðagreiðslu yrði hann kolfelldur. Þetta merkir sem sé að verði samningurinn samþykktur á Alþingi hefur myndast gjá milli þings og þjóðar. Skyldum við geta treyst forseta lýðveldisins til að bregðast eins við og þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin?

Hafi verið gjá á milli þings og þjóðar í því máli, er óhætt að fullyrða sú gjá sem nú gæti myndast er bæði miklu breiðari og dýpri. Samt efast ég um að unnt sé að treysta á forsetann í þessu máli.

Raunar er mér óskiljanlegt hvað knýr um helming þingmanna til að hyggjast samþykkja þennan samning. Óttast menn einangrun og viðskiptabann? Alnafni minn hjá LSE segir rétt að fella samninginn og telur það ekki lengur reka á eftir Evrópuþjóðunum að evrópska bankakerfið gæti hrunið til grunna ef minnsti vafi léki á ríkisábyrgðum innistæðutryggingasjóðanna. Um það atriði töldu Íslendingar í upphafi einmitt a.m.k. ríkja óvissu.

Sjálfum virtist mér í haust að hér ríkti ekki einu sinni nein óvissa, heldur væri það alveg skýrt að engin krafa um ríkisábyrgð fylgdi evrópska regluverkinu um þessa sjóði. Eftir að hafa lesið nýlegt blogg Vilhjálms Þorsteinssonar, er ég ekki lengur jafn viss um þetta atriði.

Sigurður Líndal segir okkur ekki eiga annars úrkosti en að samþykkja samninginn sem ?sigruð þjóð?. Því er ég ekki sammála. Ég hef áður nefnt að ef Evrópusamfélagið brygðist við með ofstopa á borð við viðskiptabann, gætum við t.d. beint viðskiptum okkar til Rússa og raunar miklu fleiri þjóða. Og skyldu ekki renna tvær grímur á ?vestrænar vinaþjóðir? ef við tækjum upp viðræður við Rússa um að annast fyrir okkur hið fræga loftrýmisyfirlit kringum Ísland.

En ég held raunar að ástæðulaust sé að óttast mjög ofsafengin viðbrögð. Tvímælalaust væri þó best að Alþingi sleppti því að afgreiða samninginn, en sendi hann í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem hann yrði kolfelldur. Eftir að vilji þjóðarinnar kæmi þannig skýrt í ljós, hygg ég að Bretar og Hollendingar yrðu til í að setjast að samningaborðinu að nýju.

Mér þætti að sumu leyti eðlilegt að Evrópusambandið sjálft kæmi að viðræðunum í ljósi þess að hvernig sem á er litið, er fullljóst að regluverk sambandsins um tryggingasjóðina er meingallað. Ég gæti líka vel séð fyrir mér að Norðmenn tækju að sér að miðla málum í deilunni.

Í nýjum samningum þarf að fá Breta og Hollendinga til að gera sér grein fyrir fámenni og smæð íslensks samfélags. Þær upphæðir sem hér eru í húfi duga til að halda Íslendingum í eins konar skuldafangelsi áratugum saman. Frá sjónarhóli tugmilljónaþjóða eru þessir peningar á hinn bóginn ekki nema skiptimynt.












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd