Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
maí

30


2009
Stjórnmál
Enn eitt áfall yfirvofandi
Skiptingu eigna og skulda milli gömlu og nýju bankanna er enn ekki lokið og því enn mögulegt að koma í veg fyrir að eignir sem nýju bankarnir taka við verði ofmetnar. Sú hætta er raunveruleg að bæði verðtryggð lán og svonefnd myntkörfulán reynist á endanum ekki standast lög og því þurfi að færa höfuðstól þeirra niður. Ef svo fer, verður það gríðarlegt áfall fyrir nýju bankana og um leið ríkissjóð.

Björn Þorri Viktorsson lögmaður hefur nú skrifað Alþingismönnum bréf þar sem hann varar við þessu. Það er fyrir löngu vitað að Björn Þorri er að undirbúa málaferli þar sem annars vegar verður farið fram á að myntkörfulánin verði dæmd ólögleg og hins vegar að forsendur verðtryggða lána teljist brostnar þar eð þau hafa hækkað langt umfram það sem lántakendur gátu gert ráð fyrir.

Það er auðvitað ógerlegt að gera sér grein fyrir því fyrirfram hver verður niðurstaða dómstóla í slíkum málum. En ef þau vinnast mætti kannski ímynda sér að höfuðstóll verðtryggðra lána yrði hreinlega ?dæmdur niður? um kannski 10-15%. Myntkörfulánin myndu í flestum tilvikum lækka miklu meira.

Ég hef áður nefnt það í færslu hér á síðunni að prófmál af þessum toga ættu að fá flýtimeðferð, til það úr þessu máli fáist skorið í eitt skipti fyrir öll. Hér eru miklir peningar í húfi.

Bæði ríkisstjórnin og bankastjórnir nýju bankanna verða að fara vel yfir þetta mál áður en gengið verður frá skiptum milli gömlu bankanna og þeirra nýju. Eftir að skiptingin hefur verið gerð upp er það um seinan. Verði bönkunum síðar gert með dómi að færa niður höfuðstól lána, lenda þær afskriftir á eiganda þeirra, sem sé ríkissjóði, af fullum þunga.

Og ég held ekki að ríkissjóður megi við stórum skakkaföllum til viðbótar þeim sem þegar hafa dunið yfir hann.

Hér má skoða bréf Björns Þorra Viktorssonar sem PDF-skjal (1,61 MB)












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd