Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
maí
29
2009
Stjórnmál
Ferskir vindar
Í gær og dag virðast ferskir vindar blása um sali Alþingishússins. Þingmenn hafa rætt málefnalega um þingsályktunartillögurnar tvær um ESB og Lilja Mósesdóttir skrifaði upphaf að nýjum kafla í sögu þingsins, þegar hún sem stjórnarþingmaður setti hnefann í borðið og krafðist þess að flokksformaður hennar reiddi fram fullar og réttar upplýsingar um heildaráhrif hækkaðra vörugjalda á tekjur og útgjöld ríkissjóðs.
Alþingi hefur svo lengi sem ég man ? og það er orðið nokkuð langt ? eiginlega bara verið afgreiðslustofnun fyrir sitjandi ríkisstjórn. Aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds hefur þannig alls ekki verið neinn, heldur hafa ríkisstjórnir farið með hvort tveggja í skjóli flokksaga á þinginu.
Nú ber nýrra við. Nýir þingmenn stíga inn á sviðið með allt aðra lífsreynslu. Ólgan og reiðin sem kraumar í samfélaginu öllu veldur því að nýju þingmennirnir eru ekki jafn reiðubúnir að beygja sig undir flokksagann og verið hefur.
Vonandi eru þeir starfshættir sem þessa dagana eru tíðkaðir í þinginu, upphaf nýrra tíma. Vonandi öðlast stjórnmálamennirnir kjark til að ræða mál og ná sem víðtækustu samkomulagi í stað þess að hörfa aftur niður í hinar gamalkunnu skotgrafir.
Í þessu tilliti hvílir mikil ábyrgð bæði á stjórn og stjórnarandstöðu. Ríkisstjórnin þarf að sýna samstarfsvilja í fleiri málum en ESB-málinu einu. Stjórnarandstaðan þarf á móti að ástunda eðlilega gagnrýni af sanngirni og styðja ríkisstjórnina í þeim hábölvuðu skítverkum sem nú verður ekki undan vikist.
Bæði stjórn og stjórnarandstaða verða að átta sig mikilvægi þess að standa saman þegar mest á reynir.
Til baka
Efst á síðu
1
Skrá athugasemd
1
maí
29
23:51
2009
Jón Halldór Guðmundsson
Sæll.Ég heyri að þú fagnar því að stjórnarþingmenn sýni að þeir hafa sjálfstæði og fylgi sinni sannfæringu.Það geri ég líka.Nú verður gaman að fylgjast með þingmönnum Framsóknar (sic) og Sjálfstæðis (sic) í afgreiðslu ESB tillögunnar. Verður þar flokkshollustan eigin sannfæringu yfirsterkari?
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd