Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
apr.
29
2009
Almennt
Vandi Þráins
Gamall og góður vinur minn, Þráinn Bertelsson, á nú við þann vanda að etja að samherjar hans í Borgararhreyfingunni virðast orðnir kaþólskari en páfinn. Að bera heiðurslaun hans saman við aukatekjur þingmanna af stjórnarsetu í stórfyrirtækjum eða jafnvel fullri vinnu samhliða þingstörfum nær ekki nokkurri átt.
Þingmennska er að sjálfsögðu fullt starf. En heiðurslaun Þráins útheimta ekki vinnuframlag samhliða þingstörfum. Eins og Þráinn hefur sjálfur margoft bent á, eru þessi heiðurslaun örlítill virðingarvottur sem Alþingi hefur ákveðið að sýna fáeinum listamönnum í þakklætisskyni fyrir framlag þeirra til menningar- og listsköpunar í landinu.
Til eru ótalmörg dæmi um að þingmenn hafi þegið tiltölulega há laun fyrir störf sem þeir hafa sinnt samhliða þingmennsku. Nú síðast kemur fram í ársskýrslu N1 að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins fékk 4,8 milljónir, eða 400 þúsund á mánuði, á síðasta ári fyrir formennsku sína í stjórn félagsins. Og þetta er bara eitt dæmi. Þau eru fjölmörg. Það er fullkomin ástæða fyrir þingmenn Borgararhreyfingarinnar til að krefjast þess að þingmenn sýni starfi sínu á Alþingi þá lágmarksvirðingu að vera ekki í vinnu annars staðar.
Þráinn Bertelsson er hins vegar í fullum rétti þegar hann neitar að afsala sér heiðurslaununum.
Hitt er svo annað mál að kannski gerði hann rétt í að gefa samsvarandi upphæð til góðgerðarmála meðan hann situr á þingi og þá beinlínis til að halda friðinn við sitt fólk. Í því felst ekki endilega nein uppgjöf eða viðurkenning þess að hann hafi á röngu að standa, heldur einungis enn ein sönnun hins fornkveðna að „sá vægir sem vitið hefur meira“.
Til baka
Efst á síðu
3
Skrá athugasemd
1
apr.
30
00:24
2009
guðmundur baldursson
Ég satt að segja er alveg hlessa, ég kaus ekki Borgarahreyfinguna, en finnst alveg fáleitt að bera viðurkenningu Þráinns saman við þá sem eru í tveimur störfum samtímis, hann verðskuldar viðurkenninguna fullkomlega, og þarf ekki að gefa hana frá sér.
2
apr.
30
01:15
2009
Tryggvi
Mikið óska ég þess að aukatekjur hinna (62) fái svona mikla athigli
3
apr.
30
23:43
2009
Jón Dan
Takk fyrir þessar athugasemdir, Guðmundur og Tryggvi. Það eru að vísu ekki alveg allir hinir sem eru á launum annars staðar :-)Dæmin eru þó mörg. Ég get skilið tilhneigingu "fjórflokksins" til að nota þetta gegn Þráni, en hans eigin félagar ættu að skilja að þetta er ekki neins konar spilling.
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd