Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
júl.
01
2023
Almennt
Kunna sýslumenn að lesa?
Íbúðarhús, metið á 61 milljón samkvæmt fasteignamati 2024, var nýega selt á nauðungaruppboði fyrir 3 milljónir. Þetta hefur verið talsvert í fréttum og óþarft að rekja söguna í smáatriðum hér. Ósanngjarnt finnst mörgum, mér líka. Ótrúleg fáfræði að ímynda sér að maður þurfi ekki að borga fasteignagjöld vegna þess að húsið var greitt út í hönd? Það finnst örugglega mörgum, mér líka.
Og svo auðvitað fullkomið siðleysi útgerðarstjóra í Sandgerði að mæta á uppboð, sem óvíst er að hafi verið auglýst annarsstaðar en í Lögbirtingarblaðinu og á vef sýslumanns, bjóða 3 milljónir í 60 milljóna hús og telja sig bara hafa gert góð kaup? Margir virðast þeirra skoðunar og ég er svo sannarlega í þeim hópi.
En kannski er ekkert af þessu aðalatriði málsins. Þetta ætti auðvitað ekki að geta gerst. Það er það sem meginmáli skiptir. Og lagalega gengur þetta reyndar ekki upp. Þetta er brot á stjórnarskrá. Það hlýtur að vera afskaplega skrýtin lögfræði, sem leiðir til annarrar niðurstöðu.
72. grein núverandi stjórnarskrár er fremur stutt, en skýr og afskaplega auðskilin. Hún er að vísu tvær málsgreinar, en okkur dugar sú fyrri:
„Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.“
Við skulum sleppa þeirri smásmygli að velta fyrir okkur almenningsþörf og lagafyrirmælum. Það eru til lög um nauðungarsölur og lögfræðingar eru vafalaust fljótir að vitna í þau. Almenningsþörfin er þó vandséð hér.
En það leikur enginn vafi á því að eigandinn var skyldaður til að láta af hendi eign sína. Nákvæmlega eins og það er orðað í stjórnarskrá. Og það leikur heldur enginn vafi á því, að ekki kom fullt verð fyrir, svo við notum aftur nákvæmlega orðalag stjórnarskrárinnar. Upp á það vantar heil 95%.
Það sem er þó kannski óhugnanlegast við þetta allt saman, er að þetta er ekkert nýtt. Nauðungarsalan í Keflavík er samt eitthvert óhugnanlegasta dæmið sem ég hef séð. Nauðungarsölur eru reyndar algengar og hafa verið svo lengi sem ég man – og það er orðinn talsverður spölur í tímanum. Oftast eru þær samt neyðarúrræði, sem ekki er gripið til fyrr en í fulla hnefana.
En af einhverjum ástæðum er aldrei nein trygging fyrir því að eigandinn fái „fullt verð“ fyrir eign sína. Í lögum um nauðungarsölur er heldur ekkert ákvæði sem verndar fórnarlambið. Þessi lög virðast einvörðungu sniðin að hagsmunum kröfuhafanna. En stjórnarskráin er einfaldlega rétthærri en lög um nauðungarsölur. Svo einfalt er það.
Og þar með erum við komin hringinn og getum endurtekið fyrirsögnina:
Kunna sýslumenn að lesa?
En svo má kannski hnýta því við, að öfugt við að brjóta glugga í sjoppu, er held ég alveg refsilaust að brjóta stjórnarskrána. Það er því engin tugthúsvist í boði fyrir sýslumanninn.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd