Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
okt.
19
2017
Stjórnmál
Skattalækkanir Bjarna Ben: Gagnast þær okkur?
Sjálfstæðismenn lofa skattalækkunum fyrir hverjar kosningar. Það er ekkert nýtt. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, útskýrði lækkun tekjuskatts örlítið í þættinum „Forystusætið“ á RÚV um daginn. Og þær skýringar eru fróðlegar:
Bjarni
:
Þess vegna er ég líka að minnast hér á lækkun tekjuskatts. Mér finnst ósanngjarnt að fólk borgi meira en 35% tekjuskatt, þegar það hefur nýtt persónuafsláttinn sinn. Mér finnst það bara ósanngjarnt og við eigum að stefna að því að fara með tekjuskattinn þangað niður.
Ægir Þór
:
Og ætlið þið að lækka hann þá?
Bjarni
:
Það er stefnumál hjá okkur og hefur alltaf verið. Við eru í raun og veru eini flokkurinn
...
Ægir Þór
:
Er búið að útfæra það eitthvað? Hversu mikið ...?
Bjarni
:
35% er ég að segja að sé hæfilegur tekjuskattur þegar fólk hefur nýtt persónuafsláttinn.
Hvað merkir þetta? Flestir þekkja skattprósentuna 37% á launaseðlinum (36,94% nákvæmlega tiltekið) og kannski er auðvelt að draga þá ályktun að það sé þessi tala sem eigi að fara niður í 35%. Og þá yrðu væntanlega allir glaðir, eða hvað?
En Bjarni á reyndar ekki við þetta, heldur allt annað. Hann er hér að tala um skattbyrðina, sem sé það hlutfall af heildarlaunum okkar sem fer í staðgreiðslu tekjuskatts og útsvars. Skattbyrðin er talsvert misjöfn. Hjá öldruðum og öryrkjum er hún á bilinu 14-18% af strípuðum tekjum, eftir því hvort þeir búa einir eða ekki. Skattbyrði af meðallaunum (600-700 þúsund) er nálægt 27%. Reyndar greiðir enginn meira en 35% launa sinna í tekjuskatt (og útsvar), nema launin fari yfir 1,4 milljónir á mánuði. Þetta er auðvelt að reikna með því að setja upp einfaldan launaseðil í Excel.
Laun forsætisráðherra eru samkvæmt launatöflu kjararáðs rétt ríflega 1.490.000,- á mánuði og Bjarni Benediktsson greiðir samkvæmt því tæplega 610 þúsund í skatt eða 35,6%. Til að komast niður í 35% þarf að lækka skattgreiðslur hans um 10 þúsund á mánuði.
En fjölmargir hafa miklu hærri laun. Fletti maður tekjublaði Frjálsrar verslunar frá í sumar má lesa langar nafnarunur fólks með tvær til fjórar milljónir í mánaðarlaun. Hærri laun eru ekki endilega fátíð og jafnvel má finna dæmi um meira en 20 milljónir mánuði.
Lítum aðeins á launin sem Bjarna finnst ósanngjarnt að skattleggja svona svakalega:
Sá sem hefur
tvær milljónir
á mánuði greiðir
757 þúsund
í skatt eða
37,9%
launanna.
Sá sem hefur
þrjár milljónir
á mánuði greiðir
1201 þúsund
í skatt eða slétt
40%
.
Sá sem hefur
fjórar milljónir
á mánuði greiðir
1645 þúsund
í skatt eða
41,1%
.
Bjarni Benediktsson vill sem sagt lækka skatta á alla sem hafa meira en 1,4 milljónir á mánuði. Enga aðra. En það munar talsvert um þetta. Fólkið sem hefur fjórar milljónir á mánuði fengi 250 þúsund í skattaafslátt. Það slagar hátt í heil mánaðarlaun þeirra sem eru bótum eða lægstu töxtum. - Og er reyndar talsvert hærri upphæð en þetta fólk fær útborgað eftir skatt.
Háttvirtir kjósendur ættu að rýna örlítið í tölurnar á launaseðlunum sínum, áður en þeir láta freistast af þessu 35% skattahámarki Sjálfstæðisflokksins. Ekki einu sinni tíundi hver landsmaður nýtur góðs af slíkri skattalækkun. Hún er bara fyrir útvalda. Bara fyrir þá allra ríkustu.
En kíkið endilega á þáttinn og horfið á Bjarna útskýra umhyggju sína fyrir skattgreiðendum með eigin augum. Ummælin falla þegar 7:30 mín. eru liðnar af þættinum og
þátturinn er hér
:
Myndin er stolin af netinu og sýnir úlf í sauðargæru. Hún er sem sagt ekki af Bjarna Benediktssyni.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd