Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
júl.

23


2017
Stjórnmál
Ríkið stelur af lífeyri fátækra
Þegar lífeyrissjóðirnir greiða út lífeyri til ellilífeyrisþega og öryrkja er 36,94% staðgreiðsluskattur dreginn frá upphæðinni. Þetta er sama skatthlutfall og af almennum launum og virðist fljótt á litið alveg eðlilegt, þar eð skattur var ekki innheimtur af þessum peningum þegar þeir voru greiddir inn í lífeyrissjóðina. En málið er ekki alveg svona einfalt.

Í ýmsum tilvikum eru lífeyrisþegar með þessu móti látnir greiða skatt af tekjum, sem voru skattfrjálsar þegar þær runnu inn í lífeyrissjóðina. Lægstu launataxtar voru nefnilega undir skattleysismörkum alveg fram undir aldamót og það ástand hefði reyndar varað miklu lengur ef skattleysismörk hefðu ekki verið látin rýrna svo mikið sem raun ber vitni.

Þetta þarfnast kannski aðeins nánari skýringar:

Þegar núverandi staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp árið 1988 voru lægstu laun 35.366,- krónur á mánuði að orlofi meðtöldu. Skatthlutfall í staðgreiðslu var þá 35,20%, en persónuafslátturinn 15.552 krónur. Reiknuð staðgreiðsla af þessum launum var 12.499,- krónur, ríflega þremur þúsundum undir persónuafslættinum og þess vegna enginn skattur greiddur af þessum launum.

Launþeginn greiddi 4% eða 1.415 kr. í lífeyrissjóð og mótframlag atvinnurekandans hefur á þessum tíma líklega verið 6% eða 2.122. Heildargreiðsla í lífeyrissjóð var sem sagt 3.536,- krónur á mánuði. Samkvæmt einfaldri reiknivél Hagstofunnar jafngildir þessi upphæð 16.455,- krónum árið 2017.

Gerum nú ráð fyrir að upphæðin hefði einfaldlega verið lögð inn á verðtryggða bankabók: Miðað við 3,5% vexti á ári – sem einmitt er raunávöxtunarviðmið lífeyrissjóðanna – gæti viðkomandi launþegi nú farið í bankann og tekið út ríflega 45.700,- skattfrjálsar krónur. Þess í stað fær hann upphæðina greidda úr lífeyrissjóði og af henni tekur ríkið rétt tæp 37% í skatt, eða nærri 16.900,- krónur.

Það er illgerlegt að líta á þetta sem nokkuð annað en þjófnað.

Þótt meirihluti launþega hafi lengst af verið fyrir ofan skattleysismörk breytir það ekki þeirri staðreynd að í lífeyrissjóðunum er talsvert af peningum, svo voru skattlausir þegar þeir fóru þangað inn og ættu auðvitað að vera jafn skattfrjálsir þegar kemur að útborgun. Þetta gildir ekki aðeins um allra lægstu launataxta fram undir aldamót, heldur má vafalaust finna mýmörg dæmi um fólk sem verið hefur í hlutastarfi og þar af leiðandi undir skattleysismörkum.

En reyndar er þetta ekki allt og sumt.

Að því gefnu að þessar krónur, sem voru skattlausar 1988, séu við útborgun umfram 25.000,- króna frítekjumarkið, valda þær nú allt að 26.000,- króna skerðingu á bótum samkvæmt reiknivél TR. Sá lífeyrir sem lagður var til hliðar 1988 og ætti nú að vera orðinn 45.700,- krónur, verður þegar upp er staðið að 2.800,- krónum. Að vísu skánar þessi útkoma nokkuð þegar búið er að umreikna heildartekjurnar eftir skatt.

En ríkissjóði hefur engu að síður tekist að innheimta 73% af launum, sem voru langt undir skattleysismörkum þegar unnið var fyrir þeim árið 1988. Það verður að teljast nokkuð vel í lagt.


Myndin er frá haustinu 2014 og birtist upphaflega með pistli um skattbyrði hinna lægst launuðu.













X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd