Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
sep.
04
2016
Almennt
Takk, Karolina Fund og allt þetta góða fólk
Lífið gefur okkur flestum fjölmörg tilefni til að gleðjast. Stundum vill manni gleymast að þakka því fólki, sem gerði gleðistundina að veruleika. Á hinn bóginn verður þakklætistilfinningin stundum svo yfirþyrmandi að manni gæti vöknað um augu. Mér líður einhvern þannig í dag.
Þegar ég ákvað að leita eftir fjármagni á Karolina Fund til að kosta útgáfu bókarinnar „Sá sem flýr undan dýri“, óx mér dálítið í augum að setja markið á 7.000 evrur. Þetta var rétt um milljón á þáverandi gengi og milljón er talsvert há fjárhæð, allavega í mínum augum. Á hinn bóginn er þetta nokkurn veginn sú tala sem það kostar að gefa út bók, þegar allt er talið. Og fyrst verið var að safna fyrir útgáfukostnaðinum á annað borð fannst mér einlægast að setja markið einmitt þarna.
Þessi söfnun er búin að standa nokkuð lengi yfir og vissulega setti að mér efa á köflum, þegar upphæðin hjakkaði í sama farinu dögum saman. En ég hef verið heppinn. Nokkrum einstaklingum þótti meira að segja svo nauðsynlegt að bókin kæmi út, að þeir styrktu útgáfuna rausnarlega. Fleiri en einn lögðu til 500 evrur og þó nokkrir keyptu tölusett eintak fyrir 120 evrur. Samtals námu þessi stóru framlög meira en 2.000 evrum. Það hefði þó hrokkið skammt ef almennur áhugi ekki reynst svo mikill sem hann varð á endanum.
Í dag, á síðasta degi söfnunarinnar, nánar tiltekið klukkan 12:31, hrökk heildartalan upp í 7.003 evrur og þar með var takmarkinu náð. Ég er ykkur öllum óendanlega þakklátur fyrir þessar góðu undirtektir. Nú er bara að vona að bókin standi undir þeim miklu væntingum, sem þið gerið ykkur.
En reyndar held ég að hún geri það. Þeir sem hafa lesið handritið virðast sammála um að mér hafi tekist sæmilega vel að gera þessum furðulegu flækjum skil á einföld og auðskildu máli og draga saman aðaltriðin, en sneiða hjá útúrdúrum og krókum. Í fjölmörgum tilvikum voru ýmsir útúrdúrar og hliðargötur vissulega freistandi og það er fjöldamargt, sem ýmist er meira en nógu fróðlegt, forvitnilegt, furðulegt, sérkennilegt og jafnvel fyndið til að eiga erindi á bók. Langflest slík atriði lentu þó undir hnífnum á lokametrunum af þeirri einföldu ástæðu að þau voru óþörf.
Söfnunin á Karolina Fund lokar á miðnætti í kvöld og þangað til er hægt að tryggja sér þar eintak á um þriðjungi lægra verði en bókin kemur til með að kosta þegar hún kemur í bókaverslanir.
En takmarkinu er náð og ég votta ykkur öllum þakklæti mitt af „hjartans innsta grunni“ eins og mig minnir að Jónas Árnason hafi hafi komist að orði í þýðingu sinni á
Gísl
eftir Brendan Behan fyrir bráðum hálfri öld.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd