Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
ágú.
25
2016
Almennt
Kjaftasagan sem varð að Geirfinnsmálinu
Þegar Reykjavíkurlögreglan hóf að rannsaka Geirfinnsmálið í janúar 1976, töldu menn málið í rauninni liggja ljóst fyrir í meginatriðum og strax frá upphafi var gengið út frá ákveðinni rannsóknartilgátu. Þess var þó ekki getið að rannsóknartilgátan byggðist á kjaftasögu, sem mánuðum saman hafði gengið milli manna. Þetta er vitað af þeirri einföldu ástæðu að kjaftasagan hefur varðveist í lögregluskýrslum.
Þessi rannsókn Reykjavíkurlögreglunnar hófst formlega með skýrslutöku af Sævari Ciesielski 22. janúar. Þar greinir Sævar frá því að dauði Geirfinns hafi verið slys, hann hafi drukknað í sjóferð, sem farin var til að sækja smyglað áfengi, sem átti að fara í Klúbbinn.
Nákvæmlega þremur mánuðum fyrr, þann 22. október 1975, kom 19 ára piltur til lögreglunnar og hafði þá sögu að segja af föður sínum, Guðmundi Agnarssyni, að hann hefði líklega verið viðriðinn hvarf Geirfinns. Njörður Snæhólm tók af honum skýrslu og yfirheyrði líka móður hans, systur og mág.
Guðmundur hafði játað aðild sína að hvarfi Geirfinns fyrir börnum sínum og tengdasyni að kvöldi 20. október og þá verið talsvert drukkinn. Guðmundur sagðist hafa kynnst Sigurbirni Eiríkssyni, þegar þeir lágu saman á sjúkrahúsi og þeir verið lítils háttar kunnugir síðan. Guðmundur var vélstjóri að mennt og haustið 1974 bauð Sigurbjörn honum starfa við að sækja smyglvarning út á sjó skammt frá Keflavík. Fyrsta ferðin var farin fljótlega. Guðmundur tók traustaki bát frænda síns í Keflavík, en Geirfinnur kafaði eftir smyglinu.
Í nóvember var aftur farið að sækja smygl. Guðmundur átti að vera á vakt á Landsspítalanum og stimplaði sig þar inn, en tók svo hvítan sendibíl í eigu spítalans og ók honum til Keflavíkur. Þangað komu þeir ekki fyrr en eftir tilsettan tíma og Magnús Leópoldsson fór inn og hringdi í Geirfinn. Guðmundur sótti aftur trillu frænda síns og nú var Sigurbjörn Eiríksson líka kominn á staðinn og maður með honum.
Guðmundur stjórnaði bátnum, en Geirfinnur kafaði eftir smyglinu. Þeir voru búnir að fara tvær ferðir til lands, en í þriðju ferðinni, sem jafnframt átti að verða sú síðasta, kafaði Geirfinnur í froskmannabúningnum en kom ekki upp aftur. Guðmundur beið eftir honum í fjóra tíma, en taldi þá útséð um að Geirfinnur kæmi upp.
Þetta var sem sagt slys að sögn Guðmundar, en hann kvað sig hafa skort kjark til að skýra frá því. Að auki sagðist hann hafa verið undir pressu Sigurbjörns og þeirra félaga. Mátti jafnvel skilja á honum að hann hefði óttast um líf sitt.
Guðmundur Agnarsson var sjálfur yfirheyrður tvisvar og vistaður í Síðumúlafangelsinu yfir nótt milli yfirheyrslna. Hann kannaðist við að hafa sagt börnunum sína þessa sögu, en sagði hins vegar ekkert hæft í henni, annað en það að þeir Sigurbjörn hefðu kynnst á sjúkrahúsi og síðan heilsast á götu. Söguna sjálfa kvaðst hann hafa byggt „algjörlega á þeim sögusögnum sem á þeim tíma og áður höfðu gengið manna í millum um hvarf Geirfinns“.
Lögreglan aðhafðist ekki meira varðandi Guðmund Agnarsson. Framburður eiginkonu hans gaf ástæðu til að draga í efa að hann væri alls kostar heill á geðsmunum. Hann hafði eitt sinn verið vistaður á Kleppi og þegar hann sagði þessa sögu, hafði hann alllengi verið í nánast samfelldum drykkjuskap.
Þótt fáránlegt sé, liggur þessi kjaftasaga eins og rauður þráður gegnum rannsókn Geirfinnsmálsins allt frá upphafinu í janúar og þar til Karl Schütz tók málið í sínar hendur í ágúst.
Við vinnslu bókarinnar
Sá sem flýr undan dýri
fannst traust sönnun þess að Sævar Ciesielski var að horfa á sjónvarpið á þeim tíma kvöldsins 19. nóvemer 1974, þegar Geirfinnur hvarf. Frásögn hans í fyrstu skýrslunni er því ekki frá honum komin. Það verður ekki betur séð en lögreglumennirnir hafi sjálfir trúað þessari sögusögn eða öðrum svipuðum í fullkominni blindni.
Geirfinnsmálið átti sér aldrei neina stoð í raunveruleikanum, heldur aðeins í hugum þeirra þriggja manna sem hófu þessa furðurannsókn og drifu hana svo rækilega inn í blindgötuna að ekki varð aftur snúið.
Þetta er þrettándi pistillinn, sem hér birtist um efni bókarinnar
Sá sem flýr undan dýri
. Í forsölunni á
Karolina Fund
hefur nú safnast ríflega helmingur af útgáfukostnaði, en söfnuninni lýkur eftir tíu daga. Forsöluverðið er 2.700 krónur, en verð í bókabúðum verður líklega um 4.000 krónur.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd