Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
ágú.
22
2016
Almennt
Dómarar afþökkuðu mikilvægan vitnisburð
Það er auðvitað ótrúlegt að dómarar skuli hafa neitað rannsóknarlögreglumanni um að skrá vitnaskýrslu, sem gat haft úrslitaþýðingu í sakamáli. Það gerðu sakadómararnir þrír engu að síður í Guðmundarmálinu. Þeir „töldu ekki þörf á því að svo stöddu“.
Eftir að Sævar Ciesielski var fluttur úr Síðumúlafangelsinu í Hegningarhúsið við Skólavörðustíg snemma árs 1977, bötnuðu aðstæður hans talsvert þótt hann væri enn í einangrun og þess sjást augljós merki að hugsun hans hefur skýrst til mikilla muna. Það var t.d. eftir þetta, sem honum tókst að rifja upp að síminn á Hamarsbraut hefði verið lokaður. Og þann 13. apríl gerði hann boð fyrir Gísla Guðmundsson yfirlögregluþjón, sem um þessar mundir annaðist framhaldsrannsókn á Guðmundarmálinu.
Sævar kvaðst nú geta sannað að hann hefði ekki komið að Hamarsbraut 11 nóttina sem Guðmundur hvarf. Sönnunin byggðist á því að hann hefði komið heim til Erlu á Hamarsbrautina sunnudagskvöldið 27. janúar, sem sagt kvöldið eftir að Guðmundur Einarsson hvarf, og Erla þá farið að rífast og borið upp á hann að hafa haldið fram hjá sér. Sævar sagðist hafa reynt að telja Erlu trú um að hann væri að koma beint af flugvellinum, en reyndar voru liðnir nokkrir dagar síðan hann kom frá Kaupmannahöfn.
Að sögn Sævars sagði Erla að ekki þýddi fyrir hann að ljúga þessu að sér, þar eð hún var búin að frétta að til hans hefði sést í Hafnarstræti í Reykjavík upp úr hádegi þennan sama dag. Sævar benti Gísla á að þessi viðbrögð Erlu sýndu að skýrsla hennar um líkburðinn nóttina áður gæti ekki verið sannleikanum samkvæm.
Gísli brást við eins og samviskusamur og réttsýnn rannsóknarlögreglumaður á að gera. Hann boðaði Erlu til sín fyrir hádegi daginn eftir og bað hana að skýra sér frá því hvað fram hefði farið milli þeirra Sævars sunnudagskvöldið 27. janúar 1974. Og viðbrögð hennar voru svo sannarlega ekki í neinu samræmi við lögregluskýrsluna um líkburðinn.
Þvert á móti fór Erla í ham og þuldi samræður þeirra Sævars yfir Gísla. Hún sagði Sævar hafa reynt að ljúga því að sér að hann hefði verið að koma beint utan af flugvelli, en það hefði hún getað rekið ofan í hann sem helber ósannindi, „
því stúlka sem hún þekkti hefði haft eftir vinkonu sinni, að hún hefði séð Sævar við strætisvagnastöð í Hafnarstræti, eftir hádegi umræddan sunnudag
.“
Í sjálfu sér ætti ekki að þurfa að hafa mörg orð um þetta. Kvöldið var Erlu greinilega minnisstætt og auðvitað var útilokað að Sævar hefði reynt að telja henni trú um að hann væri að koma beint af flugvellinum, ef hún hefði komið að honum við líkburð nóttina áður.
Gísli gekk nú á fund yfirboðara sinna, tveggja af þremur sakadómurum, skýrði þeim frá frásögnum Sævars og Erlu og spurði hvað þeir vildu að gert yrði í málinu. Þeir töldu ekki þörf á neinum aðgerðum „að svo stöddu“. Þar með fyrirskipuðu þeir rannsóknarlögreglumanni að sleppa því að skrásetja skýrslu, sem einmitt hefði átt að hafa úrslitaáhrif í Guðmundarmálinu.
Það þarf engan Einstein til að skilja, að dómararnir kærðu sig ekkert um neinar vísbendingar um sakleysi meðal málsgagnanna. Ef ekki hefði verið fyrir þrákelkni Sævars og aðgangshörku Jóns Oddssonar, hefðum við nú enga vitneskju um þessi samtöl Gísla við Sævar og Erlu. Sævar útskýrði málið fyrir lögmanni sínum og hann krafðist þess að Gísli Guðmundsson yrði látinn bera vitni. Dómararnir neyddust til að fela Gísla að skrifa skýrslu, sem síðan fór inn í málsskjölin.
Þetta er því miður alls ekki það eina, sem bendir til að sakadómurunum hafi verið það manna best ljóst sjálfum, að þeir sakfelldu saklausa menn í Guðmundarmálinu.
Um þetta er fjallað nánar í bókinni
Sá sem flýr undan dýri
. Bókin kemur út í byrjun september, en nú stendur yfir forsala á
Karolina Fund
. Forsalan er jafnframt söfnun fyrir útgáfukostnaði og þar má tryggja sér eintak fyrir um 2.700 krónur. Verð í bókabúðum verður kringum 4.000 krónur, eða um 50% hærra.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd