Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
ágú.
19
2016
Almennt
Í leiguflugvél að handtaka vitni
Þegar kafað er í málsgögn Guðmundar- og Geirfinnsmálanna, bregður stundum svo við að manni finnst maður staddur í leikhúsi fáránleikans. Á köflum voru aðgerðir rannsóknarvaldsins svo yfirþyrmandi galnar að það liggur við að maður skelli upp úr. Jafnvel þótt orð eins og misbeiting valds og óhugnaður lýsi heildarmyndinni svo miklu betur.
Handtaka Alberts Klahn Skaftasonar var slíkt furðufyrirbæri og enginn vafi getur leikið á því að í tengslum við hana frömdu rannsakendur alvarlegt lögbrot. Albert var handtekinn um miðja nótt og yfirheyrður sem vitni daginn eftir. Réttarstaða hans sem vitnis er skýrt tekin fram í lögregluskýrslunni.
Gallinn var sá að lögreglunni er almennt ekki leyfilegt að handtaka vitni og það var heldur ekki leyfilegt árið 1975. Frá þessu var og er sú eina undantekning, að lögreglu er heimilt að færa vitni til yfirheyrslu ef viðkomandi hefur ítrekið gerst sekur um að sinna ekki kvaðningu. En Albert var aldrei kvaddur til að bera vitni og fékk því einu sinni tækifæri til að sinna ekki kvaðningu.
Þegar til stóð að handsama Albert að kvöldi 22. desember 1975, reyndist hann kominn austur á Seyðisfjörð, þar sem hann ætlaði að eyða jólunum hjá kærustunni og tengdafjölskyldunni. Og ekki birti yfir svip lögreglumannanna, þegar sýslumaðurinn á Seyðisfirði neitaði að handtaka hann. En þeir dóu ekki ráðalausir.
Klukkan hefur verið farin að ganga tólf um kvöldið, þegar sjálfur ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins hringdi í sýslumanninn á Seyðisfirði. Ekki liggja fyrir nein gögn um viðbrögð hans, en helst virðist sem hann hafi veitt samþykki fyrir að Reykjavíkurlögreglan kæmi austur og sækti Albert á eigin ábyrgð.
Og upp úr miðnætti á aðfaranótt Þorláksmessu 1975 tóku lögreglumenn leiguflugvél á kostnað ríkisins og fóru austur á Seyðisfjörð þar sem þeir handtóku Albert Klahn Skaftason. Komið var með hann í Síðumúlafangelsið klukkan fimm um morguninn og eftir hádegið var hann yfirheyrður sem vitni.
Fyrst litið var á Albert sem vitni í málinu, hlýtur óhjákvæmilega að hafa verið lögbrot að handtaka hann, þar eð hann hafði ekki verið boðaður til skýrslutöku og þar af leiðandi ekki gerst sekur um að sinna ekki kvaðningu.
Að yfirheyrslunni lokinni var Albert hins vegar leiddur fyrir dómara og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Fyrir dómi var hann titlaður „kærði“. Þetta er í rauninni ekki hægt að skýra með því að Albert hafi borið á sig sakir í yfirheyrslunni. Allan þann tíma sem Albert var í haldi hafði hann nefnilega réttarstöðu sakbornings þegar hann var yfirheyrður fyrir dómi en var hins vegar titlaður „vitni“ þegar hann var yfirheyrður hjá lögreglu.
Handtökuna hefði auðvitað mátt réttlæta ef Albert hefði verið handtekinn sem grunaður maður, en þá átti að sjálfsögðu að kynna honum þá réttarstöðu, þegar hann var yfirheyrður. Það er sem sagt sama hvernig litið er á þetta atriði. Valdsmennirnir brutu gróflega á Albert.
Þetta leikhús fáránleikans hefur að sjálfsögðu aldrei verið útskýrt.
Þetta er rakið nánar í bókinni
Sá sem flýr undan dýri
, sem út kemur í byrjun september. Söfnun fyrir útgáfukostnaði stendur nú yfir á
Karolina Fund
. Sú söfnun er jafnframt forsala og þar má tryggja sér eintak fyrir um 2.900,- kr. Þannig sparast um þúsundkall miðað við lausasöluverð, auk þess sem heimsendingarkostnaður er innifalinn.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd