Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
ágú.
07
2016
Almennt
Fölsuð lögregluskýrsla
Lögreglan hefur aldrei gefið nema mjög óljósar upplýsingar um upphaf hins svonefnda Guðmundarmáls. Grunur átti að hafa vaknað við rannsókn póstsvikamálsins og til viðbótar kváðust lögreglumennirnir hafa heyrt orðróm. Þótt rýnt sé í málsgögnin er þar ekki að finna neina ástæðu til að hefja skyndilega rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar sem manndrápsmáli um 20. desember 1975.
Nú
vitum við reyndar að fangi á Litla-Hrauni, Sigurður Stefán Almarsson, sá hinn sami og nú í vor var handtekinn og yfirheyrður í tengslum við afdrif Guðmundar, sagði rannsóknarlögreglunni að Kristjáni Viðari Viðarssyni væri kunnugt um hvað af Guðmundi varð. Stefán bað Tryggva Rúnar Leifsson síðar afsökunar á að hann skyldi hafa blandast í Guðmundarmálið. Stefáni virðist hafa verið hlýtt til Tryggva Rúnars, en hins vegar var honum meinilla við Kristján.
Við
höfum líka vísbendingar um að rannsóknarlögreglumennirnir hafi álitið Stefán trúverðugan, þar eð upplýsingar sem hann gaf þeim um póstsvikamálið reyndust réttar. Þess vegna má ímynda sér að lögreglumennirnir hafi ákveðið að láta reyna á þessa tilgátu.
Þar
eð Guðmundur hvarf í Hafnarfirði, þurfti Kristján Viðar að hafa verið þar staddur þessa nótt. Og í Hafnarfirði bjó vinur hans, Sævar Ciesielski, annað veifið hjá Erlu Bolladóttur. Þannig mætti sjá fyrir sér þá sviðsmynd að Kristján hefði verið í Hafnarfirði, rekist þar á Guðmund, sem var gamall skólabróðir hans, og þeir farið saman heim til Erlu og Sævars. Þar gætu hafa orðið átök og Guðmundur beðið bana.
Einhvern
veginn þannig gæti rannsóknartilgátan hafa litið út, þegar ákveðið var að þjarma að Erlu, sem var í gæsluvarðhaldi vegna póstsvikamálsins, en hefði átt að losna eftir að skrifað undir játningu þann 19. desember. Eftir miklar yfirheyrslur að kvöldi 19. desember og langa yfirheyrslu daginn eftir, skrifaði Erla undir skýrslu, þar sem hún sagðist hafa komið að Sævari, Kristjáni Viðari og þriðja manni við að bera lík í laki út úr kjallaranum á Hamarsbraut 11 aðfaranótt 27. janúar 1974.
Inn
í þessa mynd vantar ennþá Tryggva Rúnar Leifsson og Albert Klahn Skaftason. Opinberlega voru nöfn þeirra fyrst höfð eftir Sævari Ciesielski í lögregluskýrslu 22. desember. Gallinn er sá að þessi skýrsla er aðeins undirrituð af rannsóknarlögreglumönnunum tveimur, þeim Eggert Norðdahl Bjarnasyni og Sigurbirni Víði Eggertssyni. Undirskrift Sævars vantar, en meðal gagna harðræðisrannsóknarinnar frá 1979 er lýsing hans á atburðum þessa dags og hún er allt öðru vísi. Samkvæmt þeirri lýsingu játaði Sævar ekki neitt, heldur lýsti furðu sinni á skýrslu Erlu og sagði lögreglumennina hafa skáldað hana sjálfa.
Það
vaknar sem sé grunur um að þessi skýrsla sé fölsun. Sá grunur byggist ekki bara á frásögn Sævars, heldur einnig ýmsum öðrum atriðum. Til dæmis er tiltekið framarlega í skýrslunni að yfirheyrslunni hafi lokiðum kl. 19:00 um kvöldið, en slíkt er auðvitað ógerlegt að skrá fyrr en í skýrslulok. Aftan við þessa tímasetningu er svo prjónað allt sem máli skiptir, þar á meðal nöfn Tryggva og Alberts, sem síðan voru handteknir um nóttina.
Þótt
Sævar væri yfirheyrður nánast daglega, var það ekki fyrr en 4. janúar 1976, nærri tveimur vikum síðar, sem hann skrifaði undir játningu, en sú játning var mjög rýr og miklu ófullkomnari en endursögn lögreglumannanna tveggja frá 22. desember.
Þetta er rakið og skýrt miklu nánar í bókinni
Sá sem flýr undan dýri
, sem út kemur í byrjun september. Söfnun fyrir útgáfukostnaði stendur nú yfir á
Karolina Fund
. Sú söfnun er jafnframt forsala og þar má tryggja sér eintak fyrir um 2.900,- kr. Þannig sparast um þúsundkall miðað við lausasöluverð, auk þess heimsendingarkostnaður er innifalinn.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd