Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
apr.
07
2016
Stjórnmál
Og hvað svo ...?
Tjaldið er fallið eftir fyrsta þátt af þremur. Formlega séð verða ríkisstjórnarskipti. Sigurður Ingi verður forsætis. Ég geri ekki mikið af því að setja inn „stöðuuppfærslur“ á Facebook, en gat ekki stillt mig í dag:
"Einn snjallasti grínhöfundur 20. aldar, P.G.Wodehouse, skapaði svo heimskar persónur, að helst mætti ætla að það hefði alveg gleymst að setja í þær nokkurn heila. Þegar hann setti svo þessar heilalausu persónur inn í fremur vandræðalegar aðstæður, vakti útkoman eðlilega mikla kátínu.
Og þótt maður ætti kannski að fyllast viðbjóði, skammast sín fyrir að Íslendingur o.s.frv., líður mér miklu fremur eins og ég sé staddur á sýningu þar sem Wodehouse gamli haldi í þræðina, kannski með pínulítilli aðstoð frá Dario Fo. Þetta er í rauninni of vitlaust til að geta verið að gerast."
Fyrsti þáttur þessa leikrits var fínn. Vel sæmandi Vodehouse og Dario Fo og lokaatriðið hefði getað verið eftir Lewis Caroll, sem góður fésbókarvinur minn vildi bæta í höfundahópinn. Ég hef ekki hlegið svo hjartanlega í leikhúsi í áratugi.
Gallinn er sá að leikritið verður þrír þættir alls og þeir tveir, sem við eigum eftir að sjá, hafa enn ekki verið skrifaðir. Eins og til að bæta gráu ofan á svart liggur þó fyrir að þegar sýningunni lýkur, kemur í ljós að þetta var ekki farsi. Manni getur auðvitað fundist það skítt.
Annar þáttur
Nú veit ég ekki hvort handritið að öðrum þætti verður samvinnuverkefni eða kannski slíkt sundrungarverkefni að það verði ekki unnt að sýna á sama leiksviði samtímis.
Það er hægt að hugsa sér að nýja stjórin og stjórnarandstaðan nýti helgina til að komast að samkomulagi um að afgreiða þau mál sem samstaða er um og ljúka öllu sem máli skiptir í maí eða júní og boða svo til kosninga seinni partinn í september. Reynist ríkisstjórn Sigurðar Inga skynsöm og stjórnarandstaðan samningalipur, gæti þetta nægt til að stöðva mótmæli og ná sáttum um hæfilegan undirbúningstíma, þannig að öllum sem vilja bjóða fram, gefist raunhæfur möguleiki.
Á hinn bóginn er þetta alls ekki gefið. Mótmælin gætu farið stigvaxandi og ef ekkert lát verður á þeim, neyðist stjórnin til að víkja. Löggan nennir þessu ekki endalaust og hefur að auki ýmislegt fleira á sinni könnu en að vernda óvinsæla stjórnmálamenn.
Og fari svo, er ekki um annað að gera en að rjúfa þing og kjósa strax, sem líklega þýðir í lok maí eða byrjun júní.
Þriðji þáttur
Þriðja þætti þessar merkilegu leiksýningar lýkur á kosninganótt, hvort sem hún verður í vor, sumar eða haust. Og það er hér sem mig langar að taka pínulítinn þátt í ritun handritsins. Á hinu pólitíska leiksviði standa nú sex flokkar. Þrír þeirra eru af sama meiði. Samfylkingin og VG, sem ekki náðist að sameina fyrir nærri 20 árum vegna persónulegrar misklíðar fáeinna einstaklinga. Og svo Björt framtíð, sem varð til með Tarzansveiflum tveggja góðra vina, sem sáu þingsætin sín gufa upp.
Mér er reyndar nokk sama hvað það fólk heitir, sem situr á þingi.
En ég geri kröfu til þess að fólk, sem hefur nokkurn veginn sömu grundvallaskoðanir, geri kjósendum grein fyrir því. Ef ekki með því að sameina þessa þrjá „flokka“, þá allavega með því að mynda kosningabandalag og bjóða fram sameiginlegan lista eða að lágmarki sameiginleg grundvallarstefnumál.
Það er engin ástæða til að ætla að Píratar taki þátt í kosningabandalagi. En mörg helstu stefnumálin verða óhjákvæmilega hin sömu. Nýja stjórnarskráin er t.d. ósköp einfaldlega númer eitt.
En skyldi einhver vera tilbúinn að fórna þingsætinu sínu? Hverjir eru tilbúnir að fórna von um ráðherraembætti? Er yfirleitt einhver reiðubúin(n) að lýsa því að hann/hana langi frekar í betra samfélag en í feitt embætti? Ég lýsi eftir þingmannsefnum, sem leggja meiri áherslu á málefni, en fallega áletrun á legsteininn sinn.
Nýja Ísland fæst ekki ókeypis.
Þriðji þáttur gæti auðvitað líka orðið farsi, en honum lýkur samt sem áður með talningu sem gildir í fjögur ár.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd