Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
maí
26
2014
Almennt
Hálsbrot í bófahasar
Ungur maður liggur hálsbrotinn á sjúkrahúsi eftir harðan árekstur á fjölförnum gatnamótum í Reykjavík í gærkvöldi. Hann var á flótta undan lögreglunni og virti ekki rautt ljós.
Það er nokkuð merkilegt, að lögreglan virðist ekki eiga sér skýrar verklagsreglur varðandi eltingaleik við grunaða brotamenn. Samkvæmt
frétt RÚV
höfðu fjórir piltar, um eða undir tvítugu, gert sig seka um tilraun til búðahnupls í Skeifunni. Þetta dugði til að lögreglan fór í bófahasar, væntanlega með bæði sírenurnar og testósterónið á fullu.
Engar nánari fregnir hafa borist af hinum 19 ára bílstjóra. Hann hálsbrotnaði, en hvort hann nær sér að einhverju eða öllu leyti, eða verður kannski lamaður fyrir lífstíð fylgir ekki sögunni.
Auðvitað hefði drengurinn átt að hafa vit á því að nema staðar. En kannski hefur honum líka þótt þetta spennandi.
Það var svo auðvitað einber tilviljun að það skyldi verða ökumaður flóttabílsins, sem hálsbrotnaði, en ekki einhver blásaklaus vegfarandi.
Með því að efna til æsikappaksturs um fjölfarnar götur, stofnaði lögreglan lífi og limum fjölda almennra borgara í alvarlega hættu. Og til hvers? Jú, til að hafa hendur hári búðahnuplara. Það er ótrúlega galin forgangsröðun.
Bófahasar af þessu tagi getur verið prýðilegt skemmtiefni í bíó, en á ekkert erindi inn í veruleikann. Afleiðing þessa eltingaleiks varð sex bíla árekstur og alls voru níu manns fluttir á sjúkrahús.
Það er alvörumál þegar röng ákvörðun lögreglu hefur svo afdrifaríkar afleiðingar.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd