Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
sep.

14


2013
Stjórnmál
Pavel, Hvammstangi, Bakkagerði og flóttafólk

Pavel Bartoszek er meðal þeirra greina- og pistlahöfunda, sem ég veiti einna mesta athygli og ég set mig ekki úr færi að lesa það sem hann birtir. Ástæðan er einföld. Hann skrifar af einkar skynsamlegu viti og að vel yfirveguðu máli.


Pavel birti ágætan pistil á Vísi í gær, en setti þar í framhjáhlaupi (og sennilegast alveg óvart) fram skoðun, sem mig langar að biðja hann að hugleiða aðeins nánar. Nefnilega að maður eigi helst ekki einu sinni að þurfa að senda póst út fyrir höfuðborgarsvæðið. Svo vitnað sé orðrétt í Vísi:

"Loks þarf að prenta þetta út og senda þetta. Á Hvammstanga."

Jú, það er rétt. Fæðingarorlofssjóður hefur starfsstöð á Hvammstanga. Bréfapóstur er fluttur milli Akureyrar og Reykjavíkur að næturlagi. Bréf póstlagt í Reykjavík berst viðtakanda á sama tíma hvort heldur sá viðtakandi er í Reykjavík eða á Hvammstanga. Kannski með þeirri undantekningu að dreifingin er öruggari á Hvammstanga vegna þess að þar þekkja allir alla.

Víkur þá sögunni austur á Borgarfjörð. Þar er lítið þorp sem heitir Bakkagerði og var til umfjöllunar í Kastljósi í gærkvöldi. Nú er þar eftirspurn eftir húsnæði. Ég er ekkert endilega hissa á því. Borgarfjörður eystri er nefnilega með fegurstu stöðum á landinu. Sá sem ekki hefur sé Dyrfjöll Borgarfjarðarmegin, hann hefur ekki séð Ísland.

En jafnvel þótt húsnæði fengist er ekki allra að setjast að á Borgarfirði eystra. Við getum unnið hjá sama fyrirtæki í Reykjavík, New York, Tokyo og Shanghai og haldið morgunfundi gegnum ljósleiðara. Ekkert einfaldara. Og reyndar var ljósleiðari lagður alla leið inn í Bakkagerði fyrir áratug. Það vantar „endabúnað“ sem kostar 2 millur. Og svarar ekki kostnaði. Íbúar á Borgarfirði eystra eru ekki nógu margir.

Og þar með er rétt að venda kvæði aftur í kross. Gerir fólk sér almennt grein fyrir því hversu margt fólk kemst ekki heim? Hér á suðvesturhorninu eru margir strandaglópar eftir að hafa sótt sér menntun. Auðvitað vill allt þetta fólk fá starf og laun í samræmi við menntun sína. Og það þykir okkur reyndar sjálfsagt að fólk fái.

En spyr einhver: Hvar viltu eiga heima?

Nei. Það þykir bara sjálfsagt að allir vilji búa á þessu útskeri hér við suðaustanverðan Faxaflóa. „Í stóru flóttamannabúðunum fyrir sunnan,“ hef ég heyrt sagt. Og það er nokkuð til í því. Strangt til tekið er ég sjálfur flóttamaður hér. Ég vildi miklu fremur eiga heima í Bakkagerði, á Patreksfirði, í Hornafirðinum eða norður í Ófeigsfirði.

Ég hafði lengi þá trú að einmitt tölvubyltingin og ljósleiðarinn myndu á endanum snúa þessu öllu á haus og flóttafólkið kæmist loksins heim. Og ég hef séð fálmkenndar þreifingar, eins og t.d. að setja hluta Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga og koma innheimtu Íbúðalánasjóðs fyrir á Sauðárkróki.

En þegar allra skynsamasta unga fólkið er farið að hugsa til þess með hryllingi að þurfa að senda pappíra með bréfapósti alla leið til Hvammstanga – þá kviknar mér hrollkaldur efi.












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd