Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
júl.
21
2013
Almennt
Furðuleg saga um söng
- fyrir fróðleiksfúsa
Hann eða hún „á afmæli í dag“ syngjum við. Sennilega er þetta lag sungið oftar en nokkuð annað. Væntanlega vita líka flestir að enski textinn „Happy Birthday to You“ er mun eldri. En trúlega vita fæstir öllu fleira. Þessi söngur á sér furðulega og merkilega sögu.
Lagið og upphaflega textann sömdu systurnar Mildred og Patty Hill einhvern tíma fyrir 1893. Patty var þá 25 ára smábarnakennari en Mildred, sem var 9 árum eldri, kenndi og samdi tónlist. Talið er að Mildred hafi samið lagið og Patty textann.
Tilgangurinn var að setja saman lag og texta sem hvort tveggja væri auðlært og auðsungið í smábarnaskóla. Og í upphafi var þetta auðlærður morgunsöngur fyrir ung börn. Upphaflegi textinn er svona:
Good Morning to You.
Good Morning to You.
Good Morning Dear Children.
Good Morning to All.
Saga þessa söngs er ekki nákvæmlega skrásett. Sumir segja að það hafi verið Patty Hill, sem breytti textanum, en aðrar sagnir herma að það hafi verið nemendur hennar sem fundu upp á því að syngja lagið í afmælum.
Svo mikið er þó víst að lagið og þessi upphaflegi texti birtust á prenti 1893. Aftur er getið um prentaða útgáfu 1912 og þá með afmælistextanum „Happy birthday to you“. En höfundarnir voru ekki tilgreindir.
Svo langt er þetta bara dálítið skemmtileg og falleg saga. En henni lýkur ekki hér. Systrunum datt nefnilega aldrei í hug að skrá höfundarrétt sinn og slíkt gerðist ekki sjálfkrafa í Bandaríkjunum.
Mildred dó 1916, löngu áður en lagið öðlaðist verulega frægð, en Patty var komin hátt á
sjötugsaldur þegar fyrirtækinu „The Summy Company“ tókst með einhverju móti að fá höfundarréttinn skráðan á sig 1935 og eignaðist hann þar með. Höfundar voru þá sagðir vera Preston Ware Orem og frú R.R. Foreman.
Málaferli fylgdu í kjölfarið. Óljóst er hversu oft, en í öllum tilvikum var samið um málið. Patty Hill hefur því væntanlega fengið eitthvað fyrir sinn snúð.
Það hafa þó verið smápeningar í samanburði við gróða fyrirtækisins, sem komst upp með þessa ótrúlegu ósvífni. Höfundarrétturinn er enn í gildi og Warner-samsteypan, sem er núverandi eigandi, er talin hala inn 2 milljónir dollara á ári fyrir afnot af afmælissöngnum í kvikmyndum, sjónvarpi og jafnvel í stórum afmælisboðum.
Þess má geta að í Evrópu fellur höfundarrétturinn úr gildi í árslok 2016, 70 árum eftir andlát Patty Hill. Í Bandaríkjunum er hins vegar miðað við 95 ár frá skráningunni 1935 og þar verða menn því að halda áfram að borga Warner til ársins 2030.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd