Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
maí
31
2013
Almennt
Hver eru hin kristnu gildi?
Í rauninni er ég svo fullkomlega trúlaus að því verður sennilega helst lýst með orðinu „áhugaleysi“. Ég nenni almennt ekki að standa í rökræðum – hvað þá deilum – um hvort til sé einhver Guð eða guðir, eða ekki. En ég verð að viðurkenna að það fer pínulítið í taugarnar á mér þegar talað er um „hin kristnu gildi“.
Ég átta mig nefnilega ekki á því hver hin kristnu gildi eru. Fólk sem notar þetta hugtak, bætir ekki við neinni upptalningu, en segir þó gjarnan að hin kristnu gildi séu hluti af menningarlegri sögu okkar og arfleifð.
Ég ímynda mér helst að átt sé við fáein grundvallarhugtök sem við höldum í heiðri í samfélagi nútímans. Þar með ættu orðin „Umburðarlyndi“ og „Jafnrétti“ að lýsa a.m.k. einhverjum hluta af þessu gildasafni. Það kemur ágætlega heim og saman við frásagnir af Ésúsi, t.d. í Jóhannesar-guðspjalli í upphafi 8. kafla: „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana.“ Miðað við tíðarandann um 30 e.Kr. lýsa þessi ummæli ótrúlega miklu umburðarlyndi.
Konan sem um ræðir, hafði sem sé verið staðin að því að gera dodo. Með hverjum, fylgir ekki sögunni, en það er ekki alveg hægt að útiloka að hún hafi bara tekið forskot á sæluna með tilvonandi eiginmanni. Jafnréttishugsjónin er hér ekki augljós, þar eð ekki virðist hafa staðið til að grýta graðnaglann.
Eigum við kannski að draga þá ályktun að umburðarlyndi sé eitt hinna kristnu gilda, en jafnrétti aftur á móti alls ekki? Af bilíulestri einum saman, liggur það nokkuð beint við. Að jafnrétti sé ekki meðal hinna kristnu gilda er auðsannað.
Íslenskir prestar börðust lengi og hatrammlega gegn konum í prestastétt. Góður vinur minn, prestmenntaður, útskýrði þetta fyrir mér 1971 eða 72 með því að vísa í Pál postula: „ ... skulu konur þegja á safnaðarsamkomum.“
Og hvar eigum við að flokka baráttu íslensku prestaséttarinnar gegn hjónaböndum samkynhneigðra? Sem baráttu gegn umburðarlyndi eða baráttu gegn jafnrétti?
Ég er ekki að nudda áhangendum hinna kristnu gilda upp úr galdrabrennum miðalda. Samtíminn dugar ágætlega. Enda eru viðhorf samtímans afrakstur viðhorfsbreytinga allra síðustu ára og áratuga.
En mér er spurn: Hver eru „hin kristnu gildi“? – Upptalning óskast.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd