Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
maí
03
2013
Almennt
Ósýnilegi steinninn er horfinn
Það eru liðin gott betur en 40 ár síðan upp rann fyrir mér sá einfaldi sannleikur, að það var líkast til enginn guð sem skapaði manninn, heldur hafa mennirnir haft það sér til hughreystingar og ánægjuauka í kannski 100.000 ár að skapa sér guði. Einhvern tíma eftir 1970, ég man satt að segja ekki hvenær, var ég staddur í grennd við Hagstofu Íslands og brá mér inn til að staðfesta þessa hugsun og segja mig úr samfélagi trúaðra.
Ætlun mín var að skrá mig utan trúfélaga, en á því eyðublaði sem mér var rétt, fann ég enga leið til þess. Eyðublaðið virtist einungis útbúið með það fyrir augum, að hægt væri að skipta um trú. Ég gat bara skráð mig „úr trúfélagi“ og „í trúfélag“. (Ef ég man rétt, reyndi ég að skila blaðinu með x við „Úr“ og var þá kurteislega bent á, að ég ætti eftir að setja x við „Í“.)
Mér leist afgerandi best á að gerast heiðinn maður og hef síðan haldið tryggð við vora fornu guði (fremur en að láta sóknargjöldin mín renna eftir krókaleiðum til prestafræðideildar Háskóla Íslands). Þó mest á Þór og Frey. Þegar Þór ríður um himinhvolfin verða þrumuveður og þá rignir. Það er gott fyrir grasið og grasið bítur sauðkindin, sem mér þykir vænna um en nokkra aðra skepnu, nema kannski mannskepnuna og er þó hreint ekki viss. Freyr er svo þannig skapaður, sem flestir karlmenn vildu sennilega helst vera.
En í dag urðu tímamót og þau ætla ég að nýta mér og gerast „Siðmenntaður“ maður.
Vissulega er það með dálitlum söknuði, sem ég kveð Ásatrúarfélagið, eftir nærri 40 ár. Og guðirnir mínir, þeir félagar Þór og Freyr verða áfram uppi í hillu og ég held áfram að dreypa á þá rauðvíni á stórhátíðum og árna þeim „árs og friðar“ upp á gamlan kunningsskap.
En ég er loksins frjáls. Sá steinn, sem lokaði leið minni út í opinbert trúleysi á eyðublaði Hagstofunnar, sást hvergi. Hann var ósýnilegur. En það er fyrst nú, sem hann er loksins alveg horfinn. Og leiðin út í frelsið er þar með opin. Það er stór sigur.
Til hamingju með þennan fallega dag. Og takk öll þið, sem hafið barist fyrir þessum áfanga í 20 ár. Takk, Hope!
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd