Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
apr.

11


2013
Almennt
Dapurleg tímamót
Landsbankinn hefur sagt upp fjórum starfsmönnum útibúsins á Hvammstanga. Eftir verða fimm. Þar með má segja að endanlegur lokapunktur hafi verið settur aftan við næstum aldarlanga sögu Sparisjóðsins á Hvammstanga, þótt hin formlegu endalok kæmu nokkru fyrr.

Þetta er sárt og ég votta samúð mína, ekki bara því góða fólki sem nú missir vinnuna, heldur einnig þeim, sem þurfa að sjá á bak vinnufélögum til margra ára, og þó kannski ekki síst öllum íbúum héraðsins. Það er hart að þurfa að sjá samfellt uppbyggingarstarf þriggja kynslóða hrynja til grunna á örfáum árum, eða kannski öllu heldur örfáum mánuðum.

Uppsögn fjögurra starfsmanna þykir kannski ekki heyra til stórtíðinda, en fyrir lítið byggðarlag er hún umtalsverð blóðtaka og samsvarar um 400 manna hópuppsögn í Reykjavík. Vissulega má sjá í hendi sér að ekki sé lengur þörf fyrir níu manna starfslið í svo litlu útibúi. Í héraðinu hefur íbúum líklega fækkað um þriðjung á síðustu 15-20 árum og til viðbótar hefur orðið gjörbylting í notkun netbanka.

Það er engu að síður umhugsunarefni að svo stór stofnun í eigu ríkisins, skuli einfaldlega segja upp fólki á landsbyggðinni, í stað þess að finna því ný verkefni. Tilkoma internetsins hefur nefnilega ekki bara leitt af sér minni þörf fyrir starfsfólk í afgreiðslu, heldur hafa líka opnast nýir möguleikar. Vegna internetsins má nú vinna margvísleg störf hvar á landinu sem er.

Og sum fyrirtæki hafa meira að segja séð sér hag í því að færa hluta starfseminnar út á land. Mér skilst t.d. að öll innheimtudeild Arionbanka sé nú á Siglufirði. Ástæðan mun vera sú, að menn áttuðu sig á því að þar var mun minni starfsmannavelta. Siglfirðingar þiggja nefnilega vinnuna með þökkum, en líta ekki bara á hana sem millibilsástand meðan verið er að finna sér betur launað starf.

Það er komið miklu meira en nóg af fólksflótta frá landsbyggðinnni til höfuðborgarsvæðisins. Ráðamenn verða að gera sér grein fyrir því, að stór hluti þess fólks sem flyst suður, gerir það af illri nauðsyn, en ekki af neinni löngun og eiginlega ekki einu sinni af frjálsum vilja. Það er ekki að ástæðulausu sem höfuðborgarsvæðið gengur undir heitinu „Stóru flóttamannabúðirnar fyrir sunnan“.

Höfuðborgarsvæðið er í raun og sannleika fullt af flóttafólki, sem fremur vill fá að búa annars staðar. Kannski bætast nú fjórar fjölskyldur frá Hvammstanga í þann stóra hóp - algerlega að þarflausu.












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd