Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
mar.
22
2013
Almennt
Tilgangslaust karp um flugvöll
Enn einu sinni er nú farið að karpa um Reykjavíkurflugvöll. Þetta deilumál er orðið áratuga gamalt og átti kannski rétt á sér í upphafi, en nú er fyrirséð að það verður orðið úrelt áður en nokkuð gerist.
Ég held að menn ættu frekar að skoða fyrirsjáanlega tækniframfarir í flugi, en að velta sér áfram upp úr staðsetningu flugvalla. Verði ráðist í nýjan flugvöll á Hólmsheiði, gæti hann komist í gagnið svo sem 2025-30. Daginn sem ráðherrann klippir á borðann, sér hann blendingsþyrlu lenda á þaki Landspítalans og veltivængju með 90 farþega lenda lóðrétt við BSÍ.
Undanfarna áratugi hafa ekki aðeins mannlausar flugvélar verið í þróun og komist í gagnið. Þetta gildir líka um ýmsar gerðir loftfarartækja sem sameina þann stóra kost þyrlunnar að lyfta og lenda lóðrétt og þann kost hefðbundinna skrúfuvéla að fara hratt yfir.
Á veltivængjum eru hreyflarnir yst á vængjunum og þeim er snúið. Í flugtaki snúa þeir beint upp, en er síðan velt fram á við og þegar nægum hraða er náð snúa þeir beint fram. Fyrir lendingu er svo hægt á og hreyflunum snúið aftur til að lenda vélinni lóðrétt.
Bandaríski herinn er þegar farinn að nota veltivængjuna V-22 Osprey frá BellBoeing (á myndinni). Sú útgáfa rúmar 22 farþega, en á leiðinni er stærri gerð sem á að taka 90 farþega. Fleiri fyrirtæki, m.a. eitt ítalskt, eru líka að þróa slíkar vélar.
Þyrlur eru líka í örri framþróun. Hjá Sikorsky var ný gerð, kölluð X2, farsællega prófuð 2010. Þessi þyrla nær um tvöföldum, hefðbundum þyrluhraða og fer fyrst til Bandaríkjahers undir nafninu S-97 Raider. Hjá DARPA, rannsóknastofnun á vegum Bandaríkjahers, er unnið að blendingsþyrlu með vængjum og tveimur hefðbundnum hreyflum. Sjálfir þyrluspaðarnir verða aðeins notaðir við flugtak og lendingu en dregnir inn í eins konar aukavæng á hraðflugi.
Flestar slíkar nýjunga fara vissulega fyrst til hernaðar, en auðvitað kemur þessi tækni á almennan markað. Og það er ekki langt þangað til. Veltivængjur og mjög hraðfleygar þyrlur verða vafalaust dýrar til að byrja með. En það gæti samt orðið talsvert hagkvæmara að leggja fé í nýjar gerðir flugvéla, en í nýjan flugvöll, sem fyrirsjáanlega verður óþarfur.
Til gamans bendi ég
hér á nýja veltivængju
ítalska fyrirtæksins Augusta Westland.
Til baka
Efst á síðu
2
Skrá athugasemd
1
mar.
22
17:57
2013
Baldur
Osprey er óheillakráka en sannarlega enginn haukur: http://en.wikipedia.org/wiki/Accidents_and_incidents_involving_the_V-22_Osprey
2
mar.
22
23:12
2013
Jón Dan
Vissulega var þetta lengi "óheillakráka".Ég held að það hafi tekið heil 20 ár að leysa stærstu vandamálin. En nú eru þessi vandamál leyst og árið 2025 hygg ég að veltivængjur annist allt innanlandsflug á Íslandi.
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd