Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
okt.
12
2012
Almennt
Slettist upp á vinskapinn
Öldum saman áttu Íslendingar eiginlega bara einn óvin. Það var á þeim tíma þegar sauðkindin var helsta lífsviðurværið og langflestir Íslendingar bjuggu og störfuðu í sveitum. Þá þótti refurinn skæður óvinur, því hann drap lömb, auk þess að vera í samkeppni við manninn um eggjatínslu á vorin.
Eitthvað fram eftir 20. öldinni hafa sjálfsagt margir bændur verið þeirrar skoðunar að best væri að útrýma alveg þessu meindýri. Menn áttuðu sig þó á því að refurinn á sjálfsagðan tilverurétt í íslenskri náttúru, enda nam hann hér land löngu á undan mannskepnunni.
Lengi voru þó launaðar refaskyttur í hverri sveit. Með því að halda refastofninum í skefjum var unnt að lágmarka skaðann og menn og refir gátu með því móti þrifist nokkurn veginn í sátt og samlyndi. En svo sveiflaðist pendúllinn lengra.
Æ fleiri þéttbýlisbúar urður náttúruverndarsinnaðir og margir þeirrar skoðunar, að friða eigi þessa villtu dýrategund. Það eru ekki margar tegundir spendýra sem lifa villtar á Íslandi – þótt þær séu að vísu örlítið fleiri en koma upp í hugann á fyrsta hring.
Refaveiðar hafa litlar sem engar verið í áratugi og refnum hefur eðlilega fjölgað mikið. En nú heyrist skyndilega hljóð úr horni. Refir eru allt í einu farnir að ásælast grillmat sumarbústaðaeigenda.
Og þegar svo er komið, eykst kannski skilningur þéttbýlisbúa á því, að þótt refurinn sé ómissandi hluti af íslenskri náttúru, getur verið skynsamlegt að halda stofninum í skefjum.
Refaskyttur eru deyjandi stétt, en kannski breytist það – nú þegar grillmaturinn er í hættu.
Myndin er augljóslega af nýskotnum ref. Og lögun blóðblettarins minnir á safaríka grillsteik - merkilegt nokk.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd