Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
ágú.
13
2012
Almennt
Vitbílar og sólþiljur
Mér finnst gaman að sjá Marsjeppann Curiousity nefndan vitbíl bæði á
Vísi
og
DV
. Síðustu 15 árin hef ég að hluta til haft atvinnu af því að þýða greinar í tímaritið Lifandi vísindi og því hefur óhjákvæmilega fylgt nokkur nýyrðasmíð, vaflaust misjafnlega vel heppnuð.
Mér er það minnisstætt að snemma á þessum ferli varð mér ljóst, að ógerlegt er að notað orðið „vélmenni“ sem almenna þýðingu á „robot“ og datt í hug að prófa orðið vitvél í staðinn. Það hafði þann stóra kost að nota mátti fyrri hlutann (vit) sem forskeyti í ýmsum samsetningum. Þannig finnst mér t.d. henta afar vel að kalla Marsjeppann vitbíl eða vitjeppa.
Raunar hafa ýmis gömul „nýyrði“ verið til hálfgerðra vandræða í íslensku máli áratugum saman. Vélmenni er gott dæmi, væntanlega orðið til fyrir áhrif vísindaskáldsagna. Þó er allangt síðan farið var að nota orðið „þjarki“ um sjálfvirk tæki í iðnaði. (Komið frá Sigurði Richter í þeim gamla góða sjónvarpsþætti Nýjasta tækni og vísindi, ef ég man rétt). Þjarki er ágætt orð svo langt sem það nær og sama má segja um vélmenni, þegar vitvélin er í mannsmynd.
Annað vandræðaorð er „sólarrafhlaða“, sem eiginlega verður að teljast rangnefni. Sá búnaður sem fangar sólarorkuna er nefnilega ekki rafhlaða, heldur vinnur orku úr sólarljósinu og þessi orka fer síðan til geymslu í rafhlöðu. Ég notaði lengi orðið „sólfangarar“, en var aldrei almennilega ánægður með það og hef nú upp á síðkastið kallað þetta fyrirbrigði „sólþiljur“, sem mér finnst nokkuð vel við hæfi.
Og fyrst ég er lagður af stað út í þetta eilífa umhugsunarefni mitt, má gjarnan nefna orðið „risaeðla“. Það er vel skiljanlegt þetta orð skyldi rata inn í íslenskt mál á sinni tíð. Sem almenn þýðing á orðinu „dinosaur“ á „forneðla“ þó betur við. Þær eðlur sem uppi voru á hnettinum þar til fyrir 65 milljón árum, voru nefnilega af öllum mögulegum stærðum, allt frá smáeðlum upp í ógnarstórar skepnur, sem svo sannarlega eru réttnefndar risaeðlur.
Við þurfum auðvitað að gera okkur grein fyrir því, við getum aldrei skapað ný íslensk orð yfir öll þau hugtök og fyrirbrigði sem nútíminn hrúgar yfir okkur. Í sumum tilvikum getur verið allt eins eðlilegt að laga erlend orð að íslensku máli. Vonandi höldum við Íslendingar engu að síður áfram að auðga tunguna með því að smíða nýyrði, þegar von er til að þau nái að festa rætur.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd