Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
ágú.
07
2012
Almennt
Þurrkar drápu Maya
Nánast alveg á sama tíma og landnámsmenn voru að koma sér fyrir á Íslandi og gátu búið hér við góð lífskjör frá náttúrunnar hendi, hrundi til grunna um 3.000 ára stórveldi Maya í Mið-Ameríku. Ástæðurnar eru ekki fullljósar, en langvarandi þurrkar gengu yfir landið í rétt um heila öld, frá því í kringum 830. Og þegar Íslendingar stofnuðu lýðveldi sitt árið 930, var helsta menningarþjóð Ameríku úr sögunni.
Nýjar rannsóknir vísindamanna við Southampton-háskóla í Bretlandi sýna nú, að vatnsborð í tilteknu stöðuvatni lækkaði um tæpan þriðjung og að árleg árleg úrkoma fór niður í 40% af venjulegri meðalúrkomu á löngum tímskeiðum á þessum 100 árum. Það er auðvitað meira en óvíst að aðgerðir manna hafi átt nokkurn þátt í þessum þurrkum en sumir vísindamenn hafa þó getið sér þess til.
Hitt er víst að Mayar fóru ekki vel með land sitt síðustu aldirnar. Ríki þeirra stóð á Yucatan-skaga, sem nú er syðst í Mexíkó og náði einnig yfir Gvatemala, Belís og hluta af El Salvador og Hondúras. Samtals mun ríki Maya hafa verið meira en 300.000 ferkílíómetrar, á við Ítalíu að stærð, eða meira en þrefalt Ísland. Þarna munu hafa búið 11-13 milljónir manna þegar flest var og að sjálfsögðu þurfti mikið landrými, bæði undir akuryrkju og kvikfjárrækt.
Gríðarstór skógarflæmi voru því rudd undir landbúnað og vistkerfið tók miklum breytingum. Hinn næringarríki jarðvegur regnskóganna hefur orðið viðkvæmur fyrir flóðum sem gjarnan fylgja hitabeltislægðum, en til viðbótar hafa menn þrautpínt jarðveginn til að rækta matvæli ofan í þessa stóru þjóð. Á endanum er trúlegt að víðfeðm akurlendi hafi orðið örfoka land.
Og svo komu a.m.k. þrjú langvinn þurrkatímabil á tæpri öld. Í hungursneyðinni sem fylgdi, þarf ekki að efast um að harkalega hafi verið barist um afkomumöguleikana. Skæðar drepsóttir eru líka algengir fylgifiskar slíks neyðarástands.
Regnið sneri aftur um svipað leyti og Íslendingar stofnuðu sér Alþingi, en ríki Maya reis aldrei úr rústunum. Í þess stað kom auðugt og blóði drifið veldi Azteka norðar í Mexíkó. Mayar dóu þó ekki út. Fjölmörg þjóðabrot þeirra eru enn til á svipuðum slóðum og enn kunna milljónir manna tungumál sem sprottin eru af rót hins forna tungumáls Maya.
Náttúran er mikil matarkista, en sé gengið of nærri henni, verða afleiðingarnar skelfilegar. Nú er meira að veði en Yuctan-skaginn. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru teknar að bitna á heiminum öllum. Hér á Íslandi virðist sem þurrkatímabil gæti verið að hefjast. Við því þarf að bregðast.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd