Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
ágú.
06
2012
Almennt
Fyrsta kjarnorkuverið á Mars
Bandaríski Marsjeppinn Curiosity lenti heilu og höldnu í Gale-gígnum snemma í morgun. Þessi merkilegi vitbíll er um 900 kg að þyngd, slagar sem sagt hátt í lítinn fólksbíl, og vegna stærðarinnar er unnt að koma fyrir í honum ótrúlegasta rannsóknarbúnaði. Að fenginni reynslu af Marsbílunum tveimur frá 2004, var ákveðið að notast ekki við sólarorkuna, heldur er nýji Marsjeppinn kjarnorkuknúinn og hefur meðferðis 5 kg af plútóni, sem ættu að duga í 10 ár.
Frá sjónarhóli áhugamanna um rannsóknir á öðrum himinhnöttum, markar þessi vel heppnaða lending talsvarð tímamót, umfram allt þó hvað varðar leitina að lífi í geimnum. Að vísu er hæpið að lífverur sé nú að finna á Mars, en hins vegar gætu fundist þar ummerki eftir lífverur frá fyrri tíð. Það er einmitt meginhlutverk nýja Marsjeppans að leita að slíkum ummerkjum.
Gale-gígurinn er ríflega 150 km í þvermál og er jafnvel talinn hafa verið fullur af vatni, en hefur síðar fyllst af setlögum. Einmitt í leirseti geta steingervingar af lífverum varðaveist afar vel. Enn er tölvert eftir af þessu seti í gígnum og afgangur setlaganna myndar nú 5-6 km hátt fjall í honum miðjum. Og upp á þetta fjall á Marsjeppinn að fara. Þaðan lofa NASA-vísindamennirnir okkur stórfenglegu útsýni einhvern tíma seinna.
Litlu Marsbílarnir sem NASA sendi til Mars fyrir 8 árum reyndust ótrúlega lífseigir. Spirit festist endanlega í sandi árið 2010, en Opportunity er enn að, og hafði fyrr á þessu ári farið alls um 35 km leið. Það háði þó þessum vitbílum talsvert að vera sólknúnir þar eð sandur huldi sólþiljurnar stundum langtímum saman, einkum að vetrarlagi.
Þeim sem vilja kynna sér fyrirhugaðar rannsóknir Marsjeppans nánar, má benda á 8. tbl. Lifandi vísinda, sem er í sölu einmitt þessa dagana, en þar er fjallað um þetta ævintýri á átta blaðsíðum. Og til að sjá myndir af lendingunni sjálfri má fara inn á YouTube og slá inn Curiosity rover. Síðast en ekki síst er svo heimasíða NASA, www.nasa.gov.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd