Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
jún.
28
2012
Almennt
Nýir tímar - nýr forseti
Heimsmynd – og kannski ekki síður sjálfsmynd – Íslendinga hefur tekið stökkbreytingum á þeim rúma áratug sem liðinn er af þessari nýju öld. Stundum hefur hvarflað að mér að líkja mætti okkur við við geðhvarfasjúkling, sem sveiflast frá stjórnlausum ofmetnaði ofan í hyldjúpt þunglyndi. Í okkar tilviki frá ofmetnaði uppgangstímanna niður í þunglyndi kreppunnar.
Nú er þetta að baki og nýir tímar framundan, því vonandi höfum við lært eitthvað af reynslunni. Fyrir mína parta þykir mér eðlilegt að með nýjum tímum komi nýtt fólk. Á laugardaginn getum við valið okkur nýjan forseta – ef við viljum. Og ég vil nýjan forseta.
Ekki svo að skilja að mér hafi ekki þótt Ólafur Ragnar Grímsson ágætur forseti. Ég er honum beinlínis þakklátur fyrir að hafa loksins virkjað málskotsréttinn. En eftir 16 ár í embætti er einfaldlega komið nóg og ég er ennþá hálfpartinn hissa á því, að hann skyldi ekki sjálfur þekkja sinn vitjunartíma.
Ég hef engar áhyggjur af málskotsréttinum, þótt svo fari að Þóra Arnórsdóttir taki við ábúðinni á Bessastöðum. Málskotsrétturinn er kominn til að vera og auðvitað beitir Þóra honum ef í nauðirnar rekur. Hún hefur sjálf kallað málskotsréttinn neyðarhemil. Það er að minni hyggju alveg hárréttur skilningur. Neyðarhemli er sjaldan beitt, en það er að sjálfsögðu gert ef neyð skapast.
Verði Þóra kjörin forseti á laugardaginn, efa ég ekki eitt andartak, að henni muni á skömmum tíma takast að verða forseti allrar þjóðarinnar. Það hefur fyrri forsetum okkar öllum lánast ágætlega með þeirri einföldu aðferð að hefja sig yfir pólitísk misklíðarefni og daglegt þras. Og það er einmitt yfirlýst stefna Þóru.
Það má í aðra röndina kalla sorglegt að Ólafur Ragnar skuli sækjast eftir endurkjöri. Hann átti þess kost að ganga frá þessu embætti með reisn og ég hefði vel getað séð hann fyrir mér sem virtan fyrirlesara og málsvara Íslands á alþjóðavettvangi á næstu árum. Þann kost tók hann ekki og fyrir bragðið snúast kosningarnar að allt of miklu leyti um það, hvort kjósendur vilja hann áfram eða ekki.
En þótt svo fari að gamli baráttujaxlinn Ólafur Ragnar nái endurkjöri á laugardaginn, verður hann aldrei framar forseti allrar þjóðarinnar.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd