Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
jún.
16
2012
Almennt
Birtingarmynd ljótleikans
„Fashion is a kind of ugliness, so intolerable that we have to change it every six months.“ Ég held að ég fari rétt með þessi frægu ummæli Oscars Wilde. Við gætum þýtt þetta svona: Tíska er ein birtingarmynd ljótleikans, svo óþolandi að við neyðumst til að breyta henni á hálfs árs fresti.
Af hverju rifjast þessi 120 ára gömlu ummæli upp fyrir mér? Ástæðurnar eru held ég tvær: Annars vegar á ég 17 ára son. Hins vegar sá ég í fréttum að Íslendingar væru farnir að kaupa föt og skó (einkum þó tískuvörur) frá útlöndum fremur en að fara í íslenskar verslanir.
Og er það eitthvað skrýtið? Yngsta son minn langaði mjög í nýja skó um jólin. Við feðgar fórum í leiðangur eftir áramót, þegar ég ímyndaði mér að verðið hefði verið lækkað. Mest langaði hann í skó sem mér leist afar vel á. Þeir virtust nefnilega sterkir og slitþolnir. En kostuðu yfir 40 þúsund.
Næstbest leist honum á skó, sem ég gæti helst lýst sem sæmilega vel gerðum strigaskóm. Verðið var „aðeins“ 24 þúsund. Ég lýsti því yfir að mér litist skár á leðurskó fyrir 41 þúsund en strigaskó fyrir 24 þúsund. Þá fór sölumaðurinn að lækka verðið. Á endanum fengum við strigaskóna fyrir 17 þúsund.
Sögunni er ekki þar með sjálfkrafa lokið. Í gær bárust inn á heimilið sams konar strigaskór, sama vörumerki en annar litur og með áberandi U-laga hæl. Þessir skór voru keyptir í Bandaríkjunum út á krítarkort og kostuðu 45 dollara, eða um 5.700,- krónur. Sem er þriðjungur af því sem við feðgar borguðum í janúar.
Sams konar skór. Sama merki. Annar litur. Örlítil breyting á hönnun. Sex mánuðum síðar.
Fataverslanir geta kannski aldrei framar keypt gallabuxur á 500-kall og selt fyrir 19.990,-.
Breyttir tímar. Vona ég ...
Ég hóf þennan pistil á tilvitnun í Oscar Wilde. Það er við hæfi að enda á sömu nótum. Ef ég man rétt var Oscar Wilde nógu óforskammaður til að leyfa sér eftirfarandi ummæli í fyrirlestri vestanhafs:
„The Icelanders found America 500 years before Columbus, but they had the good sence to loose it again.“ Sem sagt: „Íslendingar fundu Ameríku 500 árum á undan Kólumbusi, en höfðu vit á að týna henni strax aftur.“.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd