Þar missti forstjóri Plastprents, Guðbrandur Sigurðsson, út úr sér hvernig skuldastaða félagsins væri eftir að það fór í gegnum skuldaniðurskurðinn í Landsbankanum, og var mjög ánægður með stöðu mála. Þá horfði Árni Þór Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, á hann og sagði orðrétt: „Frá þessu máttu auðvitað alls ekki segja."
Samræmd aðferðarfræði um að eigendur fyrirtækja geti lagt þeim til nýtt hlutafé upp á 10 prósent af eignum, og fengið allar skuldir umfram eignir afskrifaðar, er óæskilegt fyrirkomulag í samkeppnislegu tilliti.