Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
feb.

24


2012
Stjórnmál
Ég vil konu
Ég vil fá konu á stól forseta Íslands í sumar. Mér fyndist ljómandi gott, að þjóðin gerði um það þegjandi samkomulag við sjálfa sig, að kjósa hreinlega til skiptis konu og karl í þetta embætti. Og mér fyndist líka ljómandi gott að forsetar kæmu sér upp þeirri óskrifuðu reglu, að sitja ekki lengur en svo sem þrjú kjörtímabil.

Fari svo ólíklega að núverandi forseti gefi kost á sér aftur, ætla ég ekki að kjósa hann. Ástæðan er ekki sú að mér finnist Ólafur Ragnar Grímsson ekki hafa verið góður forseti. Þvert á móti gæti hann fengið þau eftirmæli að teljast merkasti forsetinn í sögu lýðveldisins. Að öllum vorum góðu forsetum ólöstuðum. Hann virkjaði nefnilega vald embættisins, vald sem ráðríkir stjórnmálamenn höfðu áratugum saman reynt að telja okkur trú um að væri ekki til.

Mér þykir tími Ólafs Ragnars hins vegar orðinn nógu langur. Sitji forseti í embætti í 20 ár, þýðir það að fólk sem komið er undir þrítugt man ekki annan forseta. Það er óhóflega langur tími. Að auki verður Ólafur Ragnar sjötugur á næsta ári. Hann gæti sem best átt framundan góð 10 ár sem fyrirlesari og ágætur fulltrúi Íslendinga á ýmsum vettvangi á svipaðan hátt og Vigdís Finnbogadóttir hefur varið tímanum eftir að hún lét af embætti.

En nú er sem sagt kominn til að kjósa aftur konu í embætti forseta. Ég skora á þá karlmenn sem kunna að hafa verið að velta framboði fyrir sér, að hætta snarlega við. Þannig gætum við kannski fengið tækifæri til að kjósa á milli nokkurra ágætra kvenna.












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd