Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
feb.

21


2012
Stjórnmál
Óttinn við að missa vald
Á Alþingi er nú verið að ræða um nýju stjórnarskrána og þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks finna málinu allt til foráttu. Einkum og sér í lagi hafa þeir ótal athugasemdir við formsatriði. Grundvallarástæða andstöðunnar er þó nokkuð augljóslega önnur, nefnilega óttinn við að missa vald úr höndum flokkanna til þjóðarinnar.

Tillaga stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá felur nefnilega í sér þá grundvallarbreytingu að þjóðin sjálf verði „stjórnarskrárgjafinn“. Þar með öðlast kjósendur þá viðurkenningu að verða „uppspretta alls valds“.

Nú er það að forminu til Alþingi sem fer með vald til að breyta stjórnarskrá, en að vísu hafa kjósendur þann örlitla inngripsrétt að stjórnarskrárbreytingar þarf að samþykkja á tveimur þingum til að þær öðlist gildi og þingkosningar þarf að halda í millitíðinni. En þótt þetta sé formið, þá sýnir reynslan að valdið liggur ekki einu sinni hjá þinginu, heldur hjá stjórnmálaflokkunum, og þá að sjálfsögðu mest vald hjá þeim flokkum sem mestu ráða.

Þess vegna er nú í einskærri örvæntingu boðið upp á einhverjar takmarkaðar breytingar. En að missa valdið yfir sjálfri stjórnarskránni til almennra kjósenda – það getur þessi gamalgróna valdablokk ekki hugsað sér.

Og í rauninni er það eitt út af fyrir sig kannski sterkasta röksemdin fyrir því, að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fái að fara fram. Verði hún samþykkt með bærilegum meirihluta er fyrirsjáanlegt, að þingið sem nú situr muni samþykkja hana fyrir næstu kosningar. Kjósendur þurfa svo aftur að sjá til þess að velja næsta þing þannig að það samþykki nýju stjórnarskrána líka.

Annað mál er það, að kannski verður nýja stjórnarskráin ekki alfullkomin. Alþingi getur þá að sjálfsögðu komið sér saman um breytingar á henni - en verður að sætta sig við að leggja þær í endanlegan dóm þjóðarinnar.

Og að öllu öðru í nýju stjórnarskránni ólöstuðu, þá er það einmitt meginmálið.












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd