Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
feb.
19
2012
Almennt, Stjórnmál
Var fundurinn haldinn?
Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, var starfsmaður Landsbankans árið 2001. Nú virðist eiga að láta hann víkja úr núverandi starfi fyrir þá sök, að hafa látið ógetið um tvö aflandsfélög í skriflegu svari Landsbankans til FME árið 2001. Brottreksturinn kemur í kjölfar álitsgerðar lögfræðinganna Ásbjarnar Björnssonar og Ástráðs Haraldssonar.
Þótt ýmsar glefsur úr álitsgerðinni hafi birst í fjölmiðlum, hef ég hvergi séð fjallað um tiltekið atriði, sem gæti skipt sköpum í málinu. Þetta er fundur, sem að sögn Gunnars var haldinn í Kauphöllinni í maí eða júní 2001, að frumkvæði Landsbankans og í þeim tilgangi að ákvarða hvernig svarinu til FME skyldi háttað.
Á þennan fund segir Gunnar að mætt hafi Haukur Þór Haraldsson frá Landsbankanum, tveir fulltrúar Kauphallarinnar og lögfræðingur frá FME. Gunnar kann ekki að nafngreina aðra en Hauk Þór. En niðurstaða fundarins varð sú, að „þar sem hin umræddu félög hafi verið í eigu hins erlenda sjálfseignarsjóðs ætti ekki að tilkynna þau til FME.“ (
Sjá álitsgerðina, neðst á bls. 4
).
Augljóslega hlýtur þetta að vega þungt. Fari Gunnar rétt með, hefur hann beinlínis fengið þau skilaboð frá lögfræðingi hjá FME, að hann ætti ekki að tilgreina félögin tvö í svari sínu. Og þá er hið umdeilda svar hans fullkomlega eðlilegt.
Sérstaka athygli vekur aðferð álitshöfundanna, Ásbjarnar og Ástráðs, við að sannreyna upplýsingar Gunnars. Þeir leituðu til Kauphallarinnar og FME og báðu um fundargerð eða „gögn um efni eða niðurstöður slíks fundar.“ Ekkert slíkt reyndist vera til. (
Sjá efst á bls. 5
).
Það verður hins vegar ekki séð að þeir hafi spurt Hauk Þór Haraldsson um þennan fund. Haukur ætti að geta staðfest hvort fundurinn hafi raunverulega verið haldinn. Hann ætti líka að muna hverjir aðrir hafi setið hann og þeir þá væntanlega veitt enn frekari staðfestingu.
Eftir skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis er vel ljóst að margvísleg formlegheit voru stórkostlega vanrækt fyrir hrun. Fundargerðir voru allt of sjaldan skráðar. En sé frásögn Gunnars rétt, virðist helst mega líta á hann sem hvítskúraðan engil.
En auðvitað þarf líka að gera ráð fyrir þeim möguleika að fundurinn hafi aldrei verið haldinn, eða jafnvel að Gunnar hafi sagt rangt frá niðurstöðunni og þá er hann uppvís að ósannindum.
Stjórn FME ætti að spyrjast nánar fyrir um þennan fund áður en hún heldur lengra. Var fundurinn haldinn? Og ef svo var, hver varð þá niðurstaðan?
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd