Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
jan.
26
2012
Almennt
Að hamstra til endursölu
Í verslunum Bónus hangir skilti, þar sem verslunin áskilur sér rétt til að koma í veg hamstur til endursölu. Tilvist þessa skiltis ein og sér sannar ótvírætt að vöruverð í Bónus er í einhverjum tilvikum lægra en almennt heildsöluverð. Kaupmaðurinn á horninu gæti þannig náð að lækka verð hjá sér með því að fara í Bónus og fylla eina kerru af t.d. grænum baunum, fremur en að kaupa beint frá framleiðanda eða heildsala.
Auðvitað hamlar þetta samkeppni.
Forstjóri Haga neitaði því í Kastljósi kvöldsins að fyrirtækið gerði kröfur til heildsala um hærra verð til annarra. Og það getur reyndar verið rétt. Þegar stórveldi á borð við Haga getur í krafti stærðarinnar knúið fram gríðarlegan afslátt, neyðist heildsalinn nefnilega til að heimta hærra verð af öðrum til að lifa af. Tökum einfalt dæmi:
Heildsali kaupir vörur fyrir 10 milljónir og selur áfram. Rekstrarkostnaður hans er 2 milljónir og til að standa undir kostnaði þarf heildsalinn því að selja þessar vörur fyrir 12 milljónir, eða með 20% álagningu að meðaltali. Verslanakeðja með 50% markaðshlutdeild kaupir helminginn en neitar að greiða nema 250 þúsund ofan á innkaupsverðið, eða sem svarar 5% álagningu. Heildsalann vantar 1.750 þúsund, sem hann verður að ná frá öðrum smásölum og hann þarf því að selja þeim með 35% álagningu.
Gerum nú ráð fyrir að stykkjaverð vörunnar sé 100 kr. í innkaupum heildsalans. Vegna mikillar veltu dugar markaðsrisanum að leggja 10 kr. ofan á innkaupsverðið og útsöluverð hans verður 115 kr. Kaupmaðurinn á horninu þarf á hinn bóginn að hafa 20 kr. út úr hverri sölu og útsöluverð hans verður 155 kr. eða 35% hærra. Virðisaukaskatturinn er hlutfallstala og eykur því á mismuninn.
Það eitt að kaupmönnum leyfðist að kaupa vörur til endursölu í Bónus, myndi bæta samkeppnisaðstöðu til mikilla muna. Annars vegar gætu þeir lækkað útsöluverðið í þessu dæmi niður í 135 kr. Hins vegar gæti heildsalinn ekki lengur átt viðskipti við markaðsrisann á þessum forsendum, heldur yrði hann að hækka álagninguna upp í þau 20% sem hann þarf að meðaltali. Annars færi hann á hausinn.
Sanngjarnast yrði samkeppnisumhverfið auðvitað með því að heildsöluverð væri hið sama til allra, en það er trúlega óraunhæft. Aftur á móti er skiltið í Bónus beinlínis ósiðlegt. Lagabreyting sem tryggði smásölum rétt til að gera innkaup sín hjá öðrum smásölum er einföld aðgerð en gæti orðið áhrifarík.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd