Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
jan.
22
2012
Stjórnmál
Þingrof og kosningar
Meirihluti þingmanna virðist ætla sér að loka fyrir síðasta möguleikann til þess að fá úr því skorið fyrir dómi, hvort stjórnmálamenn báru einhverja lagalega ábyrgð á hruninu eða ekki. Það er í mínum huga óþolandi. Í atkvæðagreiðslu um nýja Geirsmálið á föstudagskvöldið kom líka í ljós, að af 14 þingmönnum, sem VG fékk kjörna í síðustu kosningum, eru 6 í rauninni komnir í stjórnarandstöðu. Þar með hefur ríkisstjórnin ekki lengur meirihluta.
Við slíkar aðstæður er eðlilegt að rjúfa strax þing og boða til nýrra kosninga. Í kosningabaráttunni má sjá fyrir sér nokkur mikilsverð mál og eitt þeirra verður ákæran á hendur Geir Haarde. Vill meirihluti þjóðarinnar sýkna hann fyrirfram eða ekki? Ný stjórnarskrá og gjaldtaka fyrir fiskveiðiauðlindina verða líka á dagskrá. Viljum við nýja stjórnarskrá eða dugar sú gamla? Viljum við láta handhafa kvótans borga alvöru auðlindagjald, eða eiga þeir að fá allt ókeypis áfram?
Kosningamálin verða auðvitað fleiri, en ég sé fyrir mér að helstu átakalínur verði milli Nýja og Gamla Íslands, milli nýs réttlætis og gamallar spillingar.
Það má alveg gera ráð fyrir að veruleg uppstokkun verði á Alþingi. Ný öfl gætu náð miklu fylgi og meginlínur í ýmsum réttlætismálum gætu skýrst verulega. T.d. væri áhugavert að sjá Guðmund Steingrímsson og Besta flokkinn, Hreyfinguna og Borgararhreyfinguna og mögulega Lilju Mósesdóttur sameinast um framboð. Það framboð gæti sópað til sín fylgi, ekki síst ef Eygló Harðardóttir og Siv Friðleifsdóttir fylgdu með, en þær eiga auðsjáanlega ekki nokkra samleið með Framsóknarflokki Sigmundar Davíðs.
Það liggur í augum uppi að fylkingarnar tvær í VG verða ekki saman í framboði í næstu kosningum. Fólkið sem fylgir Steingrími að málum, hefur sýnt og sannað að það veldur þeirri ábyrgð, sem fylgir samstarfi við aðra flokka og gæti komið vel út úr kosningum. Örlög órólegu deildarinnar kynnu hins vegar að reynast önnur.
Sérframboð ESB-sinna í Sjálfstæðisflokknum gæti höggvið nokkurt skarð í þann flokk og treyst þann meirihluta, sem þarf til að ljúka aðildarviðræðum. Og það er nauðsynlegt til að við getum í eitt skipti fyrir öll afgreitt ESB-þræturnar út af borðinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þótt núverandi stjórnarflokkar muni báðir tapa talsverðu fylgi, sé ég enga ástæðu til að ætla að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur komist til valda á ný. Það er ekki gott að segja hvernig Alþingi verður saman sett eftir kosningar, en þar gætu myndast allt öðru vísi línur en við höfum nokkru sinni séð áður. Og mér finnst það ekkert skelfileg tilhugsun.
Verði þing rofið strax, nær einbeittur brotavilji friðunarsinna Geirs Haarde ekki fram að ganga og í kosningunum getum við valið okkur aðra þingfulltrúa en þá, sem nú ætla sér að sýkna hann fyrirfram.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd