Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
nóv.
11
2011
Almennt
Að njósna um börnin sín
Ég njósna um yngsta son minn. Og það sem meira er. Hann veit vel af því. Jafnvel enn merkilegra er þó, að einmitt vitneskja hans um þessar njósnir skuli skapa mér öryggiskennd.
Drengurinn er sem sagt kominn með bílpróf og í tilefni þess lét ég setja í bílinn svokallaðan „ökurita“ af einföldustu gerð. Í sem stystu máli er þetta GPS-staðsetningartæki með nokkuð nákvæmum hraðaskynjara. Eftir að hafa slegið inn aðgangskóða get ég fylgst með staðsetningu bílsins á netinu og séð aksturshraða á tilteknum götum eða vegum. Ég get líka skoðað þetta aftur í tímann.
Sjálfur var sonur minn ekkert alltof hrifinn þegar ég tilkynnti honum þetta skilyrði fyrir að hann fengi að nota bílinn og spurði hvort ég treysti sér ekki. Eðlileg spurning. Ég svaraði honum eftir stutta umhugsun: „Jú, heillakarl. Ég held að ég treysti þér alveg jafnvel og þú gerir sjálfur.“
Og drengurinn má eiga það að hann skildi merkinguna strax. Það er sem sé sama hversu fögur fyrirheit maður gefur sjálfum sér. Augnabliks freistni ...
Enda er það ekki meining mín að fylgjast nákvæmlega með því hvert hann fer og hvenær. Það kemur mér ekki endilega við. En ég ætla að taka stikkprufur til að ganga úr skugga um að hann fari aldrei neitt verulega yfir hámarkshraða. Gerist það verður bíllinn kyrrsettur.
Það veit hann.
Og þess vegna get ég leyft mér að halla mér aftur á bak í stólnum á kvöldin án þess að hafa stórar áhyggjur. Yngsti sonur minn kemur ekki til með að valda stórslysi með hraðakstri.
Það er reyndar ekki fyrst og fremst njósnabúnaðinum að þakka, heldur umfram allt þeirri staðreynd að ökumaðurinn skuli vita af honum.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd