Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
okt.

07


2011
Almennt
Makríll og hvalur
Maður og hvalur söng Bubbi af innlifun og tilfinningu. Hann er borgarbarn eins og allt of margir aðrir. Borgarbörn eiga auðvelt með að ímynda sér að þau séu dýravinir, þótt þau hafi í rauninni aldrei kynnst dýrum.

„Erum við að borða hana blessaða Brynju?“ spurði litla systir mín fyrir hálfri öld eða  svo. Við vorum þá að borða kýrkjöt og öll fjölskyldan vissi mætavel að hálfu ári fyrr hafði þessi kýr enn staðið á básnum sínum í fjósinu.

Þannig var raunveruleikinn. Og hann hefur ekkert breyst. Við borðum enn kýrkjöt. Borgarbörnin kynntust hins vegar aldrei kúnni meðan hún var á lífi. En að fyrirsögninni:

Hvað eiga makríll og hvalur sameiginlegt? Jú, báðir sækja næringu í íslenska fiskveiðilögsögu. Ef ESB-ríkin ímynda sér að þau eigi makrílinn og hafi rétt til að sleppa honum á beit við Ísland án endurgjalds, þá skjátlast þeim alvarlega. Við getum vissulega afsalað okkur rétti til makrílveiða, en þá þurfa þau ríki sem telja sig eiga makrílinn að borga okkur beinharða peninga fyrir beitina. Það verður ekki ódýrt.

Sama gildir um hvalina. Vissulega eru margar hvalategundir í hættu. En það gildir hvorki um hrefnu né langreyði. Hrefnan ein étur meira úr lífríki sjávarins við Ísland en við höfum efni á að gefa. Það myndi sem sé trúlega reynast þjóðhagslega hagkvæmt að skjóta svo sem 500-1.000 hrefnur á ári og láta þær bara sökkva.

Vilji Greepeace borga matinn ofan í hvalina, má alveg skoða það.

En ég vil setja fram allt öðruvísi hugmynd.

Skjótum þá hvali sem ekki eru í neinni útrýmingarhættu að því marki sem þarf, til að halda stofnunum í skefjum. Með því móti gætum við sennilega tvöfaldað þorskaflann á fáum árum.

Hvalkjöt er óseljanlegt. Það er einföld staðreynd. En það er ekki ógefanlegt. Ég legg til að við brytjum það smátt, setjum í niðursuðudósir og bíðum svo aðeins. Við þurfum reyndar ekki að bíða lengi.

Hungursneyð er algengt fyrirbrigði í heiminum. Nú ríkir hungursneyð í Sómalíu. Við getum lítið gert. Hugsum okkur að við ættum á lager svo sem þúsund tonn af niðursoðnu hrefnukjöti. Það myndi fara langt með að metta hungrið í Sómalíu. Og á árinu 2012 gætum við brugðist við hungursneyð einhvers staðar annars staðar.

Við gætum með þessu móti orðið fyrsta þjóðin sem nær því marki að leggja heilt prósent þjóðarframleiðslunnar til þróunarhjálpar.

Og hver skyldi voga sér að mótmæla hvalveiðum til góðgerða?












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd