Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
maí
09
2011
Stjórnmál
Tvær samhliða tímalínur
Á ævinskeiðinu lendum við oft á vegamótum, þurfum að velja okkur tiltekinn vegarslóða til að halda áfram, reynum auðvitað að vanda valið, en vitum þó enganveginn hvað bíður okkar. Það kemur þó smám saman í ljós, og þá hvarflar stundum að okkur að kannski höfum við valið skakkt. Kannski hefði verið betra að velja aðra leið.
Íslenskur almenningur stóð á slíkum vegamótum snemma í apríl 2009. Eftir atkvæðagreiðslu varð vegarslóðinn til vinstri fyrir valinu. Við höfum nú fetað þennan stíg í rúm 2 ár, undir foyrstu þeirra leiðtoga sem mæltu með honum. Nokkur kurr er í hópnum, enda ávaxtatrén fáséð í þessum skógi.
Það er ekkert skrýtið þótt fjölmargir velti fyrir sér, hvort við hefðum kannski átt að velja þann stíg sem lá til hægri. Skyldu þar kannski hafa beðið okkar ávaxtatré við hvert fótmál? Gaman hefði verið að geta skipt liði. Þá hefðum við fengið upp tvær samsíða tímalínur, sem við gætum nú borið saman, svona svipað og gerðist í bandaríska ævintýraþríleiknum „Back to the Future“.
Svoleiðis gerist í ævintýrum en ekki í raunheimum. Við getum þess vegna ekki fullyrt hvar við værum stödd, né hvernig við værum á okkur komin ef við hefðum valið hægri stíginn árið 2009. En það má leyfa sér að giska og sumt má eiginlega sjá í hendi sér.
Hefðum við valið stíginn til hægri er t.d. alveg fullvíst að skattþrepum hefði ekki verið fjölgað. Á þeirri leið hefði ekki verið gerð minnsta tilraun til þess að dreifa skattbyrðum eftir getu. Þetta er ekki ágiskun.
Stóreignaskattur hefði ekki verið tekinn upp. Fjármagnstekjuskattur hefði ekki verið hækkaður. Þetta eru ekki ágiskanir.
Halli ríkissjóðs hefði verið lækkaður álíka mikið, en án aukatekna í ríkiskassann er það ógerlegt nema með margfalt meiri niðurskurði. Og þetta getur varla kallast ágiskun.
Og eitt af því sem ég er alveg viss um, er að gjaldþrotum einstaklinga hefði fjölgað aldeilis gríðarlega. Það er reyndar ótrúlegt að ekki skuli stór hluti íbúðareigenda hafa verið úrskurðaður gjaldþrota eftir annað eins hrun og hér varð haustið 2008. En ástæðan er einföld. Hér var gengið markvisst í það að bjarga fólki. Við þá björgun var beitt bæði „almennum“ og „sértækum“ úrræðum.
Vinstri stjórnin okkar er sem sé ekki háð þeim trúarbrögðum að inn í brennandi byggingu megi bara beina einni (og helst einkavæddri) vatnsslöngu. Vissulega finnst mörgum að þeir hafi þurft að bíða óþægilega lengi eftir björgun. Til er líka fólk sem er dálítið ósátt við að hafa ekki verið bjargað beint út á árið 2007.
Og svo má náttúrlega ekki gleyma því að við stíginn til hægri hefði hvergi fundist rjóður til að setja niður stóla undir stjórnlagaráð – og fiskar í tjörnum við þennan stíg, hefðu örugglega frá upphafi talist einkaeign þeirra fáu sem voru svo heppnir að eiga í brjóstvasanum mynd af gömlum togara.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd