Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
maí
07
2011
Stjórnmál
Fasistabeljan og skíthællinn
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er „fasistabelja“.
Það segir Þráinn Bertelsson
á Facebook. Þráinn Bertelsson er „skíthæll“.
Það segir Halldór Halldórsson
í athugasemdakerfi Eyjunnar og bætir því við að heili Þráins sé „haughús“. Ummæli af þessu tagi viðgangast óátalið á netinu, en eru sem betur fer sjaldgæf annars staðar.
Þráinn skýrði mál sitt nokkuð í útvarpsþættinum
Vikulokin á Rás 1
í morgun. Hann virðist búinn að fá sig fullsaddan af ófyrirleitinni stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokksins og stanslausri afneitun þess flokks gagnvart hruninu. Það finnst mér reyndar afar skiljanlegt.
Sjálfstæðisflokkurinn er vanur því að hafa völd og kann því afar illa að missa þau. Reyndar er ekki svo að skilja að flokkurinn sé valdalaus. Sjálfstæðisflokkurinn er nefnilega svo miklu meira en bara stjórnmálaflokkur. Réttara væri að kalla hann stjórnmálaarm þess tröllvaxna kolkrabba sem flestu ræður í íslensku samfélagi, svo sem atvinnulífi og fjármálamarkaði og teygir arma sína inn í verkalýðshreyfinguna og jafnvel íþróttahreyfinguna.
En sem stendur ræður Sjálfstæðisflokkurinn ekki landsstjórninni. Það þykir nánast óbærilegt í þeim flokki. Í meira en hálfa öld hefur aldrei liðið svo heilt 4 ára kjörtímabil að ekki hafi Sjálfstæðismenn vermt ráðherrastóla. En í þeim tilvikum sem flokkurinn hefur ekki náð að klófesta þessa góðu stóla, hefur stjórnarandstaða hans alltaf verið með fádæmum óvægin.
Segja má að síðustu tvö árin heyri til undantekninga. Vissulega hefur þingflokkur Sjálfstæðismanna ekki sleppt neinu tækifæri til að níða ríkisstjórnina, en í samanburði við fyrri tíma hafa þingmennirnir haldið sig nokkuð til hlés. Ástæðan er einföld: Um að gera að láta vinstri flokkana taka á sig óvinsældirnar af skítverkunum, sem ekki varð komist hjá að vinna. En nú eru vinstri flokkarnir langt komnir með að moka flórinn og röðin kemur senn að verkefnum sem líklegri eru til vinsælda.
Þá koma Sjálfstæðismenn og segja: Nú get ég.
Þeir eru svo sem búnir að plægja akurinn fyrir endurkomu sína með hinum samfellda söng um að ekkert hafi gerst. Það eru bráðum þrjú ár frá hruni og enn hefur ríkisstjórnin ekki gert nokkurn skapaðan hlut, segja þeir blákalt. En framundan er miklu harðari andstaða og ósvífnari óhróður. Nú eru skítverkin að mestu að baki og Sjálfstæðismönnum þykir „óhætt“ að taka við á ný.
Þráin Bertelsson hef ég þekkt í bráðum 40 ár. Hann er mikill heiðursmaður og það kom mér á óvart að sjá frá honum þau harkalegu ummæli sem ég tilgreindi í upphafi. Ummælin eru þess eðlis að þau gætu gefið tilefni til meiðyrðamáls. Fáir kunna þó betur að nota íslenska tungu og Þráinn ætti að geta brýnt ummæli sín þannig að þau bíti ágætlega, án þess að gefa slíkt færi á sér.
En ég er Þráni þakklátur fyrir að láta hraustlega til sín taka. Það er ástæðulaust að leyfa Sjálfstæðismönnum á þingi halda uppi linnulausum óhróðri án þess að svara fyrir sig. Og til að ná athygli fjölmiðla er vafalaust nauðsynlegt að brýna orðkutana vel. Meðan Ásbjörn Óttarsson kallar stjórnarliða á Alþingi kommúnista, getur varla talist nein goðgá að kalla Sjálfstæðismenn fasista.
Þráinn Bertelsson er búinn að bretta upp ermarnar og lætur skína í tennurnar. Vonandi eigum við eftir að heyra hraustlega frá honum á næstunni – en vonandi gefur hann ekki á sér fleiri færi til málshöfðunar. Meiðyrði eiga að vera óþörf, en falli slík ummæli „í hita leiksins“ gera menn rétt í því að biðjast afsökunar. Og vel að merkja þarf Þráinn ekki á slíku að halda. Málsnilld hans geymir önnur og miklu beittari vopn.
Mín skoðun er nefnilega sú að þeir félagarnir, Björn Valur og Þráinn, ættu að geta fundið peningunum sínum skárra hlutverk en að kosta næstu prófkjörsbaráttu Guðlaugs Þórs og Þorgerðar Katrínar.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd