Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
maí
05
2011
Stjórnmál
Landsdómsklúður
Alþingi samþykkti í dag lagabreytingu sem framlengir setu núverandi dómara í Landsdómi þar til málinu gegn Geir H. Haarde lýkur. Þetta var auðsjáanlega nauðsynlegt. Að öðrum kosti hefði Alþingi þurft að kjósa nýja dómara. Kosning nýrra dómara, meðan málaferli standa yfir, væri líkleg til að vekja tortryggni.
Engu að síður er þetta hálfgert klúður. Málið var keyrt í gegnum þingið með afbrigðum og á undraskömmum tíma. Kjörtímabil dómaranna hefði annars runnið út í næstu viku. Svo mikill var hraðinn að ekki vannst tími til að kalla sérfræðinga fyrir þingnefnd til að taka af allan hugsanlegan vafa um lögmæti breytingarinnar.
Það eru liðnir rúmir 7 mánuðir síðan Alþingi samþykkti að kæra Geir Haarde. Þá þegar lá fyrir að kjörtímabil núverandi dómara rynni út í maí og ég trúi því ekki að nokkur maður hafi látið sér detta í hug að málinu yrði lokið fyrir þann tíma. Þessa lagabreytingu hefði átt að vera búið að afgreiða fyrir löngu og með venjubundnum hætti.
En þetta er því miður ekki eina klúðrið. Eiginlega má segja að allt þetta Landsdómsmál hafi verið eitt allsherjar klúður frá upphafi.
Eftir hrunið var ekki nema eðlilegt að sú krafa kæmi fram, að ráðherrar yrðu látnir sæta ábyrgð. En þeirri spurningu hvort einhverjir ráðherrar og þá hverjir hafi í raun brugðist skyldum sínum, verður ekki svarað nema fyrir dómi. Og til að fá dómsúrskurð þarf að leggja fram ákæru.
Alþingi klikkaði strax á fyrsta skrefinu. Til greina kom að kæra 4 ráðherra. Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að eðlilegast hefði verið að kæra þá alla. Þannig og aðeins þannig, hefði fengist skýr niðurstaða. Kannski hefðu þeir allir verið dæmdir sekir, kannski sumir en aðrir ekki og kannski hefðu allir verið sýknaðir. Það skiptir eiginlega minnstu máli. Það sem raunverulega skipti máli var að fá hreina, skýra og endanlega niðurstöðu.
Fyrir tilverknað fáeinna þingmanna Samfylkingarinnar komst Alþingi að þeirri fáránlegu niðurstöðu að ákæra aðeins Geir Haarde. Af tvennu illu hefði þá verið skárri kostur að sleppa honum líka. Þetta var klúður.
Því hefur verið haldið fram að Alþingi hefði lögum samkvæmt átt að kjósa saksóknara strax, en það var ekki gert á sumarþinginu, heldur látið bíða til haustþingsins. Auðvitað var Alþingi í lófa lagið að kjósa saksóknara strax. Hvers vegna var það ekki gert?
Mögulega gæti hér hafa orðið til formgalli á málinu og orðið til þess að því verði vísað frá. Fari svo, er þetta hreint alveg ömurlegt klúður.
Verði einhver afglöp Alþingis til þess að málið fái aldrei efnislega meðferð er það versta niðurstaða sem hægt er að hugsa sér.
Svo má reyndar nefna það að eðlilega hlýtur ábyrgð forsætisráðherra að vera mest. Af því leiðir að verði Geir sýknaður, felst á vissan hátt í því sýknudómur gagnvart hinum þremur sem ekki voru ákærðir. En verði Geir sakfelldur, merkir það að áfram ríkir óvissa um sekt eða sakleysi þeirra þriggja sem Alþingi skar niður úr snörunni.
Það er ekki góður kostur, hvorki fyrir þjóðina, né þremenningana sjálfa.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd