Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
mar.
31
2009
Stjórnmál
Óli Björn vill skattleggja leikskólabörn
Hefðbundinn hræðsluáróður Sjálfstæðismanna er hafinn. ?Allt sem hreyfist á að skattleggja þangað til það hættir að hreyfast.? Þetta má lesa í leiðara eftir Óla Björn Kárason á AMX í dag. Kíkjum aðeins nánar á forsendur hans.
?Vinstri grænir ætla að hækka skatta með því að leggja sérstakan skatt á millitekjufólk,? segir Óli Björn hróðugur. Hér á hann væntanlega við þá hugmynd Vinstri grænna að leggja 3% viðbótartekjuskatt á tekjur yfir hálfri milljón og 8% á tekjur yfir 700 þúsundum. Meðaltekjur eru samkvæmt Fréttablaðinu í dag um 368 þúsund. Hálf milljón á mánuði er því vel yfir ?meðaltekjum?. Niðurstaða: Óli Björn Kárason segir hér beinlínis ósatt. Varnagli: Kannski á maðurinn við sínar eigin ?meðaltekjur?.
?Vinstri grænir ætla að ... hækka fjármagnstekjuskatt um 40% a.m.k.? Hér er greinilega átt við þá hugmynd að hækka fjármagnstekjuskatt úr 10% í 14%, sem vissulega er 40% hækkun, þótt þessi sama hækkun sé á hinn bóginn ekki nema 4 prósentustig og samsvari þannig almennri tekjuskattshækkun úr 34% í 38%. En einhvern veginn finnst leiðarahöfundinum þessi 40% ekki alveg nógu ógnvænleg tala. Hann bætir því aftan við skammstöfuninni ?a.m.k.? til að hnykkja aðeins á þeim voða sem hann sér fram undan.
Steingrímur J. Sigfússon lét þess reyndar getið í hádegisfréttum útvarps að á móti kæmi til greina að undanskilja mjög lágar fjármagnstekjur. Óli Björn Kárason hefur ekki áhuga á því.
Fjölmörg börn í þessu landi eiga söfnunarreikninga í bönkum eða sparisjóðum. Strax á leikskólaaldri eiga mörg börn dálitla upphæð á sparireikningi, kannski jafnvel fáein hundruð þúsund.
Það þyrfti ekki hátt frítekjumark í fjármagnstekjuskattskerfinu til að hætta að skattleggja þessar innistæður. Á það hafa Sjálfstæðismenn þó aldrei mátt heyra minnst. Óli Björn Kárason virðist ekki ætla að stíga út af þeirri línu.
Niðurstaða: Óli Björn Kárason vill skattleggja leikskólabörn.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd