Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
feb.
26
2011
Stjórnmál
Stjórnlagaráð, já takk
Ég er hjartanlega sammála þeirri niðurstöðu að Alþingi skipi í stjórnlagaráð þá 25 sem efstir urðu í kosningunni til stjórnlagaþings. Aðeins ein röksemd mælir gegn þessu, sú að þar með sé verið að sniðganga Hæstarétt. Ég tel það oftúlkun á niðurstöðu dómsins.
Þeir annmarkar sem Hæstiréttur taldi hafa verið á kosningunni voru tæknilegs eðlis, en hvergi í dómnum er gefið til kynna að þeir kunni að hafa haft áhrif á niðurstöðuna. Fjölmargir, bæði lærðir og leikir hafa bent á annmarka á dómi Hæstaréttar, en látum það liggja á milli hluta.
Það atriði hvort líklegt – eða jafnvel bara mögulegt – sé að annmarkarnir hafi ráðið einhverju um úrslitin, skiptir auðvitað máli varðandi það, hvort rétt sé að skipa nákvæmlega þessa 25 einstaklinga í stjórnlagaráð. En ég hef í rauninni hvergi séð því haldið fram, a.m.k. ekki í neinni alvöru.
Því verður auðvitað ekki mótmælt að þetta veikir stöðu samkundunnar nokkuð. Úr því má bæta talsvert með því að setja niðurstöðuna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Til að það sé unnt, þarf þessi samkunda þó að ná góðri samstöðu um sem allra flest. Samt má vel hugsa sér að þjóðin fái að kjósa um frávikstillögur í ákveðnum, mikilvægum málum. En þær mega ekki vera mjög margar og samstaða þarf að nást um hverjar þær skuli vera.
En í þessu sambandi þarf að hafa í huga að þótt kosningin hefði dæmst gild, væri stjórnlagaþing einungis ráðgefandi. Stjórnarskráin er nú þannig að Alþingi hefur síðasta orðið. Af þessari einföldu ástæðu finnst mér ekki endilega skipta höfuðmáli þótt umboð samkundunnar komi frá Alþingi, en ekki þjóðinni. Tillögur að nýrri stjórnarskrá enda hjá Alþingi og hefðu gert hvort eð var.
Líkur benda nú til að meirihluti Alþingis muni samþykkja þessa tilhögun. Langflestir fulltrúarnir virðast tilbúnir að fallast á þessa lausn og þiggja sæti sín af Alþingi. Vonandi gera þeir það allir. Þannig verður staða stjórnlagaráðsins sterkust.
Sem sagt: Stjórnlagaráð, já takk. Og svo þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfarið. Staðreyndin er nefnilega sú að við þurfum nýja stjórnarskrá. Og þótt fyrr hefði verið.
PS: Áhugafólki um gagnrýni á niðurstöðu Hæstaréttar má benda á langa og ítarlega grein Reynis Axelssonar stærðfræðings. Ég tók mér það bessaleyfi að birta hana í
greinasafni
mínu.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd