Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
feb.
20
2011
Stjórnmál
Þjóðaratkvæðagreiðsla: Gott og vel
Það vill svo til að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði fyrir meira en 40 árum. Að námi loknu kenndi hann þetta fag við Háskóla Íslands í hátt í tvo áratugi og stundaði jafnframt rannsóknir, einkum á íslenska stjórnkerfinu. Þær breytingar sem hann hefur gert á forsetaembættinu þarf að skoða í þessu ljósi.
Ólafur Ragnar tók lengi þátt í stjórnmálum, en sagði sig úr Alþýðubandalaginu þegar hann var kjörinn forseti. Sú úrsögn var greinilega meira en orðin tóm. Hann hefur berlega sýnt það í embætti, að flokkapólitík kemur honum ekki lengur við. Þær ákvarðanir hans sem mest hafa verið gagnrýndar, sem sé að vísa umdeildum lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu, hafa „bitnað“ bæði á hægri og vinstri ríkisstjórnum.
Sjálfur hefði ég gjarnan viljað sjá Icesave-málinu ljúka með undirskrift forsetans í dag. Þá niðurstöðu hefði mátt rökstyðja með auknum meirihluta við afgreiðslu málsins á þingi, ásamt því að a.m.k. ein skoðanakönnun hefur sýnt talsverðan meirihluta fylgjandi nýja samningnum.
Sum af rökum forsetans fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu eru ekki ósvipaðs eðlis. Fylgi við þjóðaratkvæðagreiðslu var mikið á Alþingi, 30 atkvæði gegn 33, og a.m.k. ein skoðanakönnun hefur sýnt meirihlutavilja fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ég ber fulla virðingu fyrir ákvörðun forsetans. Þjóðaratkvæðagreiðsla varð niðurstaðan. Gott og vel. Þá kjósum við um þennan nýja samning.
Öfugt við þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrra, gæti þessi orðið nokkuð tvísýn. Þá var ljóst löngu fyrir kjördag, að Bretar og Hollendingar væru reiðubúnir að slaka mikið á kröfum sínum. Þar með voru úrslit atkvæðagreiðslunnar ráðin löngu fyrirfram, enda í rauninni aðeins einn kostur í boði.
Svo er ekki nú. Að þessu sinni eru kostirnir tveir og nú ráðast úrslitin væntanlega ekki fyrr en á kjördag.
Stjórnarskráin segir að kjósa skuli „svo fljótt sem kostur er“. NEI-sinnarnir hafa þegar hafið sína kosningabaráttu. JÁ-sinnar þurfa að koma sér í startholurnar. Kosningabaráttan hófst sem sé formlega í dag.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd